Lýsing
Hófgerði 13 er tvíbýlishús á stórri og fallegri lóð í skjólsælu og rólegu umhverfi á Kársnesinu. Eignin er skráð 124,7 fm. skv. fasteignaskrá HMS og skiptist í aðal íbúð á jarðhæð með sérinngangi sem er 80,0 fm. og sérstæðan bílskúr sem er 44,7 fm., innréttaður sem íbúðarými.
Aðal íbúðin er björt hæð með sérinngangi og verönd mót suðri, hún var mikið endurnýjuð 2013-14.
Komið er inn í forstofu með fatahengi og þaðan inn í opið hol/alrými
Eldhús er með innréttingu með góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu, eldhústæki og efri skápar voru endurnýjuð ca 2014, þar er tengi fyrir uppþvottavél, góður borðkrókur og gluggar á tvo vegu.
Stofan er opin og björt með gluggum mót suðri.
Svefnherbergi; Hjónaherbergi með fataskápum og gluggum inn í garðinn.
Barnaherbergi með glugga mót norðri (inn í garðinn).
Þriðja herbergið, næst eldhúsinu, er nú notað sem geymsla og vinnuherbergi en þar hefur verið tengt fyrir þvottavél.
Baðherbergi var endurnýjuða ca 2014, það er flísalagt með upphengdu salerni, innréttingu og sturtu og glugga með opnanlegu fagi.
Gólfefni eru flísar og nýlegt harðparket, gólfhiti er bæði í íbúð og aukaíbúð /bílskúr.
Aukaíbúð - bílskúr er innréttaður sem íverurými (ca 2013) þar er sér herbergi, eldhús, stofa/alrými og forstofa. íbúðin er í útleigu og skilar góðum leigutekjum.
Bakhús á lóðinni hefur rúmgott sameignlegt þvottahús (9 fm).
Veglegur timburpalllur frá 2022 er fyrir framan húsði sem tilheyrir þessari eign, að öðru leiti er lóðin í óskiptri sameign.
Þetta er vel staðsett hús í grónu hverfi þar sem stutt er í verslun, skóla, leikskóla og almenna þjónustu.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@sunnafast.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.