Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Vista
fjölbýlishús

Þórsgata 12

101 Reykjavík

109.900.000 kr.

863.315 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2006903

Fasteignamat

84.000.000 kr.

Brunabótamat

54.950.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1963
svg
127,3 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 12. febrúar 2025 kl. 17:30 til 18:00

Opið hús: Þórsgata 12, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 03 02. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 12. febrúar 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

Lýsing

Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:

***Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning, Sýnum samdægurs***


Glæsileg íbúð að Þórsgötu 12, 101 Reykjavík. Miðbæjaríbúð í fallegu sex íbúða húsi við fallega götu. Íbúðin telur 127,3 fm. Í íbúðinni eru þrjú herbergi, stofa, eldhús og sérlega glæsilegt baðherbergi. Út gengi á svalir út frá stofu/borðstofu.

Bókið skoðun hjá Gumma Júl í síma 858-7410 eða með tölvupósti á netfangið gj@remax.is eða á Ástþór Reyni í síma 899-6753 eða með tölvupósti á netfangið arg@remax.is


Nánari lýsing eignar:
Forstofa: 
komið er inná rúmgott hol með fallegu parketi á gólfi og góðum fataskáp með rennihurðum frá H.T.H.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Walk-in sturta með innbyggðum tækjum, upphengt salerni, falleg innrétting með spegli með led lýsingu frá Íspan.
Eldhús er rúmgott með góðri innréttingu. Ofn í vinnuhæð, tengi fyrir þvottavél og þurrkara hefur verið komið fyrir inn í innréttingu. Flísar á gólfi.
Stofa/Borðstofa er rúmgott alrými með stórum gluggum, útgengt á fallegar bogadregnar svalir með mjög sjarmerandi útsýni. Parket er á gólfi.
Svefnherbergi I er rúmgott með stórum innbyggðum fataskáp. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi II er bjart og nýtist mjög vel. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi III er opið við stofu með rennihurð, möguleiki á að nota sem sjónvarspherbergi. Gluggi. Parket á gólfi.
Geymsla: í sameign er sér geymsla með hillum sem fylgir eigninni skráð 10,2fm.
Sameign: sameign hússins er mjög snyrtileg og björt. Sameiginlegt þvottahús og sameiginleg hjóla/vagnageymsla.

Eigninni hefur verið vel viðhaldið:
2016 - Allar innihurðar, fataskápar og parket var endurnýjað, spónlagt eikar parket.
2019 - Skólplagnir fóðraðar.
2021 - Var húsið viðgert og málað og þakið endurnýjað.
2023 - Var baðherbergi endurnýjað og komið fyrir Walk-in sturtu, innbyggð blöndunartæki, upphengt klósett, ný innrétting.
2024 - Skipt um glugga að hluta og svalahurð endurnýjuð.

Í húsinu eru aðeins sex íbúðir. Gott viðhald hefur verið á húsinu í gegnum árin og hefur það verið talsvert endurnýjað síðustu ár.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: 
Guðmundur Þór Júlíusson löggiltur fasteignasali í síma 858-7410 eða gj@remax.is
Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
24. apr. 2017
46.400.000 kr.
59.900.000 kr.
127.3 m²
470.542 kr.
23. des. 2013
31.900.000 kr.
38.500.000 kr.
127.3 m²
302.435 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone