Lýsing
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Nánari lýsing eignar efri hæðar: Komið er inn í forstofu og innaf forstofunni er gestasalerni með glugga. Á hægri hönd frá forstofu er innangengt í bílskúrinn sem er með epoxy á gólfum, innréttingu og glugga. Parketlagður gangur og á hægri hönd er sjónvarpsherbergi, baðherbergi og hjónaherbergi ásamt fataherbergi. Skv. teikningum er þetta rými teiknað sem 23,8 fm hjónaherbergi ásamt baðherbergi. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með gasarni. Frá stofu efri hæðar er glæsilegt útsýni og frá borðstofu er unnt að ganga út á svalir sem umlykja efri hæðina og verönd sem liggur að framanverðu . Fallegt sérsmíðuð innrétting í eldhúsi og eyja.
Nánari lýsing neðri hæðar: Parketlagður stigi á neðri hæðina en þar eru fimm svefnherbergi (eitt af þessum herbergjum er skráð geymsla skv teikningnum). Frá neðri hæðinni er útgengt út á lóðina bakatil og verönd með heitum potti. Flísalagt þvottahús einnig með útgangi út á baklóðina. Baðherbergi með baðkari og sturtu og einnig er unnt að ganga út á lóðina frá baðherbergi. Rúmgott rými á neðri hæðinni sen væri hægt að breyta í íbúð.
Gólfefni: parket og flísar á gólfum.
Sérlega glæsileg eign og frábær staðsetning í næsta nágrenni við alla helstu þjónustu, grunn- og leikskóla, íþróttasvæði og verslanir. Stutt í útivistarparadís með fallegum göngu- og hjólaleiðum sem liggja m.a. inn í Heiðmörk. Stutt er í helstu stofnæðar frá hverfinu.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat