Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Vista
sumarhús

Jötnagarðsás 10

311 Borgarnes

66.000.000 kr.

507.692 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2214989

Fasteignamat

43.900.000 kr.

Brunabótamat

56.500.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1994
svg
130 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
Þvottahús

Lýsing

Domusnova og Soffía Sóley Magnúsdóttir kynna:  Jötnagarðsás 10, Borgarbyggð (í landi Munaðarness)   

EIGNARLÓÐ, ÚTSÝNI, HITAVEITA, HEITUR POTTUR,  MIKILL GRÓÐUR, RAFMAGNSHLIÐ VIÐ ÞJÓÐVEG. 

Glæsilegt heilsárhús á einstökum útsýnisstað innst í botnalanga á 3.575 fm eignarlóð í Borgarfirði. Húsið er smíðað á staðnum og er allt  hið vandaðasta. 
Veröndin er ca. 160 fm með heitum potti, (hitaveita) .
Húsið er  92,5 fm. á tveimur hæðum.   Gestahús/geymsla  á sólpalli 12,6 fm.   Grunnflötur beggja hæða er 130,7 fmr. 
9 fm. köld geymsla (völundarhús).  
Búið að skila inn samþykktum teikningum fyrir 24,9 fm geymslu (sem væri hægt að nýta sem bílskúr).  (er skráð á bst. 1)
Eldri hluti hússins var byggður 1994.  Síðan  var byggt var við húsið 2005 og þá var eldri hlutinn líka endurklæddur að utan og innan. 
Mikið af fallegum trjágróðri á lóðinni sem skyggir þó hvergi á útsýnið. 

Nánari lýsing:
Stofa: Stofan er rúmgóð með góðum gluggum og mikilli lofthæð. Útsýnið er mikilfenglegt yfir Borgarfjörðinn. 
Á gólfi er eikarparket. 
Eldhús:  Með stofu í opnu alrými.  Eldhúsið er með sérsmíðuðum birkiinnréttingum og eldhústæki frá Miele.  Borðplata gráyrjótt.  
Baðherbergi: Baðherbergi er rúmgott og með flísum á gólfi og flísaþiljum á veggjum.  Góð innrétting. Baðherbergið rúmar þvottavél.  Sturtuklefi upphengt salerni og handklæðaofn
Svefnherbergi:  Tvö stór svefnherbergi, paket á gólfum, skápar í báðum. 
Risloft: Rúmgott risloft með kvist.  Þar er sjónvarpshol og svefnaðstaða, parket á gólfi. 
Lóð og aðkoma: Húsið stendur innst í botnlanga á 3.575 fm eignarlóð.  Að húsinu liggur timburstígur.  Útsýnið er glæsilegt og aðkoman er falleg,  bílaplan með nægum bílastæðum. Rólur og þvottasnúrur.
Læst rafknúið hlið við aðganginn að svæðinu sem opnað er með fjarstýringu eða úr síma eigenda.
Kjarrivaxin sumarhúsalóð í landi Munaðarness, með góðu útsýni. og í skjóli frá þjóðvegi 1.

Í næsta nágrenni: Þjónustumiðstöð í Munaðarnesi, sundlaug í Varmalandi,  golf að Hamri í Borgarnesi og Glanna hjá Bifröst, sjoppa að Baulu Borgarnes  í ca. 15-20 mín. akstursfjarlægð.

Innbú, verkfæri ofl. fylgir að mestu. (fyrir utan persónulega muni)

Gjöld:
Félag sumarhúsaeigenda á svæðinu: kr. 12.000,-
Framkvæmdasjóður kr. 25.000,- 

Nánari upplýsingar veita : 
Soffía Sóley Magnúsdóttir löggiltur fasteignasali   soffia@domusnova.is / sími 846-4144
Ragnheiður Rún Gísladóttir löggiltur fasteignasali  ragga@domusnova.is / sími 861-4644


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:  Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.  Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. 
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. 


 

img
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Domusnova fasteignasala
Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone
img

Soffía Sóley Magnúsdóttir

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone

Soffía Sóley Magnúsdóttir

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur