Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Vista
einbýlishús

Aðalstræti 10

600 Akureyri

198.500.000 kr.

522.190 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2144632

Fasteignamat

118.350.000 kr.

Brunabótamat

143.750.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1902
svg
380,13 m²
svg
12 herb.
svg
4 baðherb.
svg
8 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

Aðalstræti 10.
LIND Fasteignasala Kynnir hið sögufræga hús Berlín á besta stað í Innbænum á Akureyri.

Bræðurnir Sigvaldi og Jóhannes Þorsteinssynir reistu húsið sem er tvílyft timburhús á steinkjallara árið 1902 undir verslunarrekstur.
Húsið er systurhús tveggja frægustu húsa í Miðbæ Akureyrar þ.e.a.s. Parísar og Hamborgarhúsana og gengur undir nafninu Berlínarhúsið.
Berlín er með fallegri eignum í þessum tiltekna stíl, þar sem það gamla hefur verið varðveitt og gert upp. Einstök eign, sjón er sögu ríkari.
Heildar eignin 380fm á tveim fastanúmerum og skiptist í tvær stórar sérhæðir auk íbúðar í hluta kjallara, möguleiki er að bæta annari svipað stórri kjallara íbúð við.

Lýsing, 2hæð:
Forstofa er sameiginleg með neðri hæð sem notar annan inngang í dag. Innan við forstofu er stigauppgangan á efri hæðina.
Pússaðar gólffjalir og stigahandrið á stiga á þrepum er kókosteppi. Á allri íbúð eru pússaðar golffjalir að undanskildu baðherbergi.
Stofur eru tvær, mjög bjartar samliggjandi og hafa verið standsettar og mikið gert til að halda í upprunalegt útlit hússins.
Hjónaherbergi er rúmgott, með stórum fataskáp og gólfborðum á gólfi.
Innaf hjónaherbergi er minna svefnherbergi með glugga og kojum sem gæti nýst sem fataherbergi.
Svefnherbergi III Með stórum gluggum og gólfborðum á gólfi.
Svefnherbergi IV Með stórum gluggum og gólfborðum á gólfi.
Gangur/hol: Á veggjum er upprunaleg viðarklæðningaf holi er gengið út á suðursvalir með góðu útsýni.
Eldhús með fallegum gólffjölum sprl. innréttingu,flísum á milli efri og neðri skápa. Gashelluborð er í eldhúsi.
Baðherbergi: Er með góðri innréttingu og sturtu.

Lýsing 1hæð: 
Gengið er inn um sérinngang vestan megin á húsinu inn í forstofu með panelklæddum veggjum og pússuðum gólfborðum. 
Eldhús er sérlega rúmgott með góðri lofthæð, bakaraofn í vinnuhæð og helluborð. Vönduð eldri innrétting gefur rýminu fallegan svip, sem og skorsteinn sem hlaðinn er úr múrsteinum. 
Baðherbergi er með baðkari með sturtuaðstöðu, viðarinnréttingu og á veggjum eru viðarþiljur en flísaþiljur á votrými við baðkar. 
Hol er með fallegum gólfborðum. 
Hjónaherbergi er rúmgott, með stórum fataskáp og gólfborðum á gólfi.
Svefnherbergi II innaf eldhúsi er með glugga, skáp og gólfborðum á gólfi.
Svefnherbergi III er með glugga, skáp og gólfborðum á gólfi.
Svefnherbergi IV innri stofan er notuð sem svefnherbergi í dag er með stórum glugga skáp og gólfborðum á gólfi.
Stofur eru tvær samliggjandi í austurenda hússins, með tvöfaldri rennihurð á milli í gömlum stíl. (önnur er nýtt sem svefnherbergi í dag)
Í loftum er búið að endurnýja pappa að hluta með gamalli aðferð og nýtur lofthæð í íbúðinni sín sérlega vel. Nokkrar rósettur eru í loftum og skrautlistar í kverkum. Einnig er nýlega búið að einangra útveggi.  
Öll hæðin er með upprunalegum gólfborðum sem hafa verið pússuð upp.  
Kjallari. 
Gengið er niður upprunalegan stiga niður í kjallara úr forstofu . (Kjallari er 51 fm) 
Gangur/ hol er með fataskáp og teppum á gólfi.  Gestasnyrting er með flísum á gólfi, mósaíkflísum á veggjum að hluta, vegghengdu salerni og vaski.
Stórt svefnherbergi V með tveimur gluggum og teppum á gólfi er í austurenda hússins. Þar hefur verið klætt með gipsi uppá milli fallegra loftbita og sett innfelld lýsing. 
Hurð út úr herberginu opnast inn á sameiginlegan gang með útihurð á austurgafli hússins sem býður uppá möguleika á útleigu í kjallara. 
Rúmgott sameiginlegt þvottahús er í vesturenda kjallara. 
Lofthæð á hæð er sérlega góð, sem gerir íbúðina bjarta og skemmtilega, en ekki er full lofthæð í kjallara hússins.

Kjallari:
Tveggja herbergja  48,4 fm íbúð var útbúin í kjallara á árunum 2020-2023 sem er með gólfhita.
Stofa:
með stórum glugga.
Eldhús: ný innrétting með helluborði, innbyggðumkæliskáp og innbyggðri uppþvottavél.
Svefnkrókur: með kommóðum.
Baðherbergi: er flísalagt að hluta með upphengdu salerni, innréttingu og sturtu.
Rúmgott sameiginlegt þvottahús er í vesturenda kjallara. 

Annað: 
- Gluggar og gler hefur að stærstum hluta verið endurnýjað á síðustu árum.
- Þakjárn var endurnýjað árið 2016.
- Húsið var málað að utan að stærstum hluta árið 2017 og tvær hliðar 2024.
- Húsið stendur á 330 m² eignarlóð.  (lítill hluti lóðar er leigulóð) 
- Stétt fyrir framan hús og sunnan er með hitalögn.
- Ljósleiðari er kominn í húsið - Endurnýjuð útihurð í kjallara.- útigeymsla er undir tröppum. 
- Drenað við norðurhlið 2024 og sett ný skolp lögn fyrir efri hæð frá húsi að lóðarmörkun.
- Heitur pottur við er við suðurhlið hússins.

Nánari upplýsingar:
Hrafnkell Löggiltur fasteignasali / 690 8236 / hrafnkell@fastlind.is 

-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% (fyrstu kaup), 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Lántökugjald af veðskuldabréfi mishátt milli lánastofnuna. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 74.900,

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
25. jún. 2019
30.200.000 kr.
33.000.000 kr.
177.4 m²
186.020 kr.
19. okt. 2009
16.250.000 kr.
19.000.000 kr.
179.7 m²
105.732 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone