Lýsing
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT OG ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR
Allar nánari upplýsingar veitir: Andri Sigurðsson löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Fyrir nokkrum árum síðan var skipt um dyrasíma í húsinu og er nú mynddyrasími í öllum íbúðum. Húsið er með koparklæðningu að utan - lyfta upp á íbúðarhæð - eldhús, gólfefni og innihurðir eru frá árinu 2017. Íbúðarrými snýr í suður þar sem unnt er að ganga út á suðursvalir.
Eignaskiptasamningur: Eignin er tveggja herbergja íbúð næst vestast á 3. hæð hússins með hlutdeild í sameign allra og sameign sumra 3, nánar tiltekið stofa með eldhúskrók, eitt svefnherbergi og bað, samtals 47,4 fm að stærð. Íbúðinni tilheyrir geymsla á hæðinni auðk. 03-06, 5,5 fm. Íbúðin hefur svalir merktar: 03-12, 5,1 fm. Henni tilheyrir bílastæði í bílageymslu í kjallara, auðkennt B á uppdrætti.
Nánari lýsing eignar: Á vinstri hönd við inngang er eldhús með fallegri nýlegri innréttingu, eyja. Björt og rúmgóð stofa með parketi á gólfi. Innaf stofunni er svefnherbergi með fataskáp og útgangi út á svalir sem snúa að Laugaveginum. Á hægri hönd við inngang er fatahengi, tengi fyrir þvottavél og baðherbergi með flísum á veggjum, baðkar. Gólfefni íbúðar: parket á öllum gólfum fyrir utan baðherbergið en þar er gólf flotað.
EIGNIN ER EINSTAKLEGA VEL STAÐSETT Í HJARTA BORGARINNAR - STUTT Í ALLA HELSTU ÞJÓNUSTU.
Allar nánari upplýsingar veitir: Andri Sigurðsson löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat