Lýsing
Húsið er vel staðsett, stutt í alla almenna þjónustu, smellið hér fyrir staðsetningu.
Húsið er staðsteypt, þrjár hæðir og kjallari, byggt árið 2021. Eignin skiptist í íbúð 79.9 m² og geymslu 7.9 m², samtals 87.8 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og garðskáli, Í sameign sér geymsla, vagna- og hjólageymsla. Sér bílastæði í bílakjallara.
EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING.
Nánari lýsing:
Anddyri með fataskáp.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er frá alrými út í garðskála sem snýr til suðurs.
Eldhús opið við stofu, innrétting með eyju. Helluborð og háfur í eyju, gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingunni (hurð fyrir innbyggða vél fylgir).
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, bæði með fataskápum.
Baðherbergi flísar á gólfi og í sturtu, upphengt salerni, vaskinnrétting, speglaskápur.
Þvottaaðstaða þ.e. innrétting fyrir þvottavél og þurrkara er á baðherbergi.
Gólfefni: Vínylparket frá Agli Árnasyni er á öllum rýmum íbúðar.
Í sameign er sér geymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Sér bílastæði B48 í bílakjallara fylgir eigninni, þar er rafmagnstengill fyrir hleðslustöð.
Sameiginleg bílastæði og sorpskýli eru á lóð.
Í húsinu eru alls 27 íbúðir. Lyfta er við inngang íbúðarinnar, hægt er að taka lyftu niður í kjallara þar sem geymslur og bílastæði eru.
Í gegnum kjallara er innangengt að stigahúsi Austurvegar 51-53 og félagsaðstöðu í Grænumörk. Sameiginleg bílaþvottaaðstaða er í kjallara.
Nánar um húsið, Austurvegur 55-57 er þriggja hæða fjölbýli og kjallari. Úti og inni arkitektar eru aðalhönnuðir hússins, húsið er byggt af Jáverk. 9 íbúðir eru á hverri hæð alls 27 íbúðir.
Húsið er staðsteypt og einangrað að utan og klætt með flísum og járni. Þak er viðsnúið, slétt, staðsteypt. Gluggar og útihurðir frá Idex og allt gler er tvöfalt K-gler. Lóðin er fullfrágengin og snyrtileg.
Lyfta er í húsinu sem tengir kjallara og hæðirnar þjár. Sér inngangur er íbúðina, inngangur að íbúðinni er næst aðalinngangi. Malbikuð bílastæði við húsið eru í sameign. Húsfélag er starfrækt í eigninni.
Lóð er sameiginleg 7422.7 m² leigulóð í eigu sveitarfélagsins Áborgar.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala