Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Sigríður Kjartansdóttir
Vista
fjölbýlishús

Álfheimar 68

104 Reykjavík

104.900.000 kr.

868.377 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2021698

Fasteignamat

72.150.000 kr.

Brunabótamat

58.100.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1961
svg
120,8 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 24. febrúar 2025 kl. 17:00 til 17:30

Álfheimar 68 - Glæsileg og ný innréttuð 4 herbergja íbúð á 1. hæð ásamt íbúðarherbergi í kjallara. Opið hús mánudaginn 24. febrúar á milli kl. 17.00 og 17.30 - Verið velkomin.

Lýsing

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega glæsilega og ný-innréttaða 120,8 fermetra 4ra herbergja íbúð með þremur svefnherbergjum og með tvennum svölum á 1. hæð í vel viðhöldnu og afar vel staðsettu fjölbýlishúsi við Álfheima í Reykjavík. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt en endurhönnun íbúðarinnar leiddi Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi. 

Eigninni fylgir 12,7 fermetra bjart og parketlagt íbúðarherbergi á jarðhæð með aðgengi að nýlega innréttuðu sameiginlegu baðherbergi með glugga.  Íbúðarherbergið er í útleigu og eru leigutekjur af því mjög góðar.
Eigninni fylgir einnig 15,4 fermetra sérgeymsla með mikilli lofthæð í kjallara hússins.  

Íbúðin er öll innréttuð á árinu 2024
- Nýjar sérsmíðaðar Hacker innréttingar frá Eirvík í eldhúsi og í þvottahúsi.
- Öll gólf íbúðar hafa verið flotuð, þar ofan á vandað massívt eikarparket, utan votrýma, niðurlímt, lagt í fiskibeinamynstri, undir því er niðurlímdur 3 mm hljóðdúkur. Kverkar kíttaðar og parektið olíuborið.
- Baðherbergi er allt endurnýjað; nýjar lagnir, nýjar flísar og ný vönduð baðtæki frá Ísleifi og Tengi: Baðkar, rúmgóð sturta með sérsmíðuðu sturtugleri, Duravit Happy D.2. vaskur með stálgrind. Vegghengt wc og handklæðaofn. Terrasso á gólfi baðherbergis og       þvottaherbergis, en veggir eru með subway flísum. 
- Nýjar lagnir í þvottahúsi og í eldhúsi, nýtt niðurfall í þvottahúsi.
- Nýjar raflagnir, tölvulagnir og tafla eru í íbúðinni og allir rofar eru nýjir frá Gira með fjölmörgum dimmerum. Nýtt dyrasímkerfi. 
- Nýjir hurðaflekar úr mahony frá Brúnás innréttinum.
- Rúmgóðir fataskápar frá Brúnás innréttingum eru í svefnherbergi og í útleiguherbergi.
- Öll gler íbúðar eru ný fyrir utan gler í þremur veltigluggum. Gler í útleiguherbergi er einnig nýtt.
- Íbúðin er öll nýmáluð hið innra af málarameistara.

Lýsing á hinni metnu eign:

Forstofa / hol, parketlagt, rúmgott og bjart.
Baðherbergi, með glugga, terrasso á gólfi, flísalagðir veggir að hluta, bæði baðkar og terrasso- og flísalagður sturtuklefi, handklæðaofn, vegghengt wc.  Ný og vönduð innbyggð blöndunartæki.
Eldhús, bæði gengið í það úr holi og úr stofu, bjart og parketlagt með notalegum borðkrók.  Fallegar og vandaðar gráar innréttingar frá Hacker/Eirvík með hæglokun á hurðum og skúffum. Borðplatan er einnig frá Hacker/Eirvík. Tveir Smeg ofnar í innréttingunni, Smeg gashelluborð og vönduð blöndunartæki og vaskur frá Ísleifi. Nýr, innbyggður ísskápur frá Miele og ný, innbyggð hljóðlát uppþvottavél frá Miele eru í innréttingu.
Þvottaherbergi, innaf eldhúsi, hljóðeinangruð rennihurð frá Hacker/Eirvík, terrasso á gólfi og flísar á vegg. Fallegar og vandaðar hvítar innréttingar og borðplata frá Hacker/Eirvík og stæði fyrir vélar í vinnuhæð. Vaskur og blöndunartæki frá Ísleifi. Gert er ráð fyrir innbyggðum frysti í þvottahúsi. 
Stofa, parketlögð, björt og rúmgóð með stórum gluggum eftir allri suðurhliðnnni - Sigvaldastíllinn svokallaði. Útgengi á suðursvalir með lerki á gólfi, góðri lýsingu frá Lumex og nýjum rafmagnstenglum.
Barnaherbergi, gerir ráð fyrir tveimur rúmum parketlagt og rúmgott.
Hjónaherbergi, parketlagt og stórt með fataskápum frá Brúnás innréttingum á heilum vegg og tengi fyrir sjónvarp. Útgengt á norðursvalir með lerki á gólfum.

Á jarðhæð hússins fylgjandi íbúðinni eru:
Sér íbúðarherbergi, parketlagt og með fataskápum frá Brúnás innréttingum. Herberginu fylgir aðgengi að tveimur sameiginlegum og endurnýjuðum baðherbergjum með gluggum, flísalögðum og með sturtuklefum. Ný þvottavél og góð aðstaða til uppvasks.
Sameiginleg hjólageymsla með útgengi inn á baklóð til suðurs.

Í kjallara hússins eru:
Sérgeymsla, 15,4 fermetrar að stærð með góðri lofthæð, mikilli lýsingu og hillum.
Húsfélagið á íbúðarherbergi á jarðhæð, það er í útleigu og er safnað í framkvæmdasjóð. Sameiginlegt lagnarými.

* Tvær kastarabrautir frá Lumex og veggljós, loftljós á baðherbergi sem og loftljós í þvottahúsi eru frá Lumex, en fylgja ekki. 

Húsið að utan var málað árið 2015 og lítur vel út.  Þakjárn er nýlegt sem og þakrennur og niðurföll. 

Lóðin hefur verið endurnýjuð; jarðvegi skipt út og grasflötin tyrfð upp á nýtt. Ný hellulögn fyrir aftan húsið með nýrri drenlögn í kringum allt húsið. Hiti er undir stétt að framan. Garðurinn er sleginn yfir sumarið og stæði mokuð í ófærð þegar þarf.
Góð aðkoma er að húsinu og malbikuð bílaplön með fjölda bílastæða. Einnig hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð, neðsta hús næst Glæsibæ, við opið svæði og stutt er í falleg útivistarsvæði í Laugardalnum, verslanir og þjónustu, heilsugæslu og sérfræðinga, Hreyfingu líkamsrækt, stóra verslun Nettó í Glæsibæ, leikskóla og skóla. 

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
 

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. maí. 2021
48.500.000 kr.
45.000.000 kr.
120.8 m²
372.517 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
phone