Lýsing
Mjög vel skipulagt og fallegt 164.3 fm parhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr við Grænatún 20B, 200 Kópavogi.
Húsið afhendist fullbúið að utan sem innan, á bygg.stigi 4 sem er fullgerð bygging. Húsið er steinsteypt með stóluðu valmaþaki og er það filterað að utan með múrhúð og sílanborið.
Á neðri hæðinni er gólfhiti í steyptri plötu en gert er ráð fyrir hefðbundnum ofnum á efri hæðinni - tvennar svalir. Falleg frágengin verönd útfrá stofu bílaplan er steypt og frágengið á vandaðan hátt, góð bílastæði framan við hús. Eigninni verður skilað með sólskála út frá stofu á jarðhæð sem að er ca. 12 fm þannig að heildarstærð eignar mun verða tæpir 177 fm.
Hönnuður hússins er Einar V. Tryggvasson arkitekt.
Allar nánari upplýsingar, teikningar, skilalýsing, bókun á skoðunartíma veitir:
Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT STRAX HÉR.
Skipulag neðri hæðar:
Komið er í anddyri og á vinstri hönd úr anddyri er baðherbergi sem er með flísum á gólfi og veggjum í sturtu, vegghengt salerni, innrétting undir skolvask, útgengt í garð til austurs úr baðherbergi.
Innangengt í bílskúr úr anddyri, mjög góð lofthæð í bílskúr og er rafdrifin bílskúrshurð.
Stofa / borðstofa og eldhús er opið og bjart rými með aukinni lofthæð að hluta, útgengi út á verönd og þaðan er unnt að ganga út í garð.
Gólfsíðir gluggar í stofu og skilast húseign með ca. 12 fm sólstofu útfrá stofu.
Skipulag efri hæðar:
Steyptur stigi er uppá efri hæð og er búið að gera ráð fyrir næturlýsingu í við þrep í stiga.
Komið er uppí hol / gang, tvö - þrjú rúmgóð svefnherbergi og er fataskápur í öðru herberginu, sjónvarpsherbergi (sem að auðvelt er að breyta í þriðja svefnherbergi).
Rúmgott baðherbergi sem er með flísum á gólfi og veggjum, baðkar og sturtuklefi, snyrtileg innrétting undir vask, gert er ráð fyrir fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.
Úr hjónaherbergi er útgengt á rúmgóðar norður-svalir og úr sjónvarpsherbergi og baðherbergi er útgengt á rúmgóðar suður-svalir.
Gólfefni: Harðparket, parketdúkur og flísar á gólfum eignar.
HÚSIÐ ER VEL STAÐSETT Á GRÓNUM STAÐ VIÐ GRÆNATÚN Í KÓPAVOGINUM - STUTT Í ALLA HELSTU ÞJÓNUSTU T.A.M SKÓLA, LEIKSKÓLA, VERSLUN OG ÚTIVISTARSVÆÐI Í FOSSVOGI OG ELLIÐARÁRDALNUM.
Allar nánari upplýsingar, teikningar, skilalýsing, bókun á skoðunartíma veitir:
Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat