Lýsing
Miklaborg kynnir: Vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 5 hæð við Skúlagötu 40 í húsi fyrir 60 ára og eldri í 101 Reykjavík. Eignin sem er skráð samkvæmt þjóðskrá 121,4 fm sem skiptist í 93,7 fm íbúðarfermetra, 12,7 fm geymslu og 15 fm stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísalögð með tveimur góðum skápum.
Stofa: Parketlögð með útgengi á góðar yfirbyggðar svalir.
Eldhús: Hefur nýlega verið endurnýjað og er með snyrtilegri hvítri innréttingu og borðkrók. Parket á gólfi.
Herbergi: Herbergin eru tvö, parketlögð og annað þeirra með góðum skápum.
Baðherbergi: Dúklagt með sturtu og tengi fyrir þvottavél.
Eigninni fylgir geymsla á jarðhæð og stæði í bílageymslu. Í sameign er gufubað, heitur pottur og samkomusalur.
Allar nánari upplýsingar gefur:
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is