Lýsing
Miklaborg kynnir: Skemmtileg og björt 2ja herbergja íbúð á 2. hæð við Sólvallagötu 48B í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúðin er vel skipulögð og sérlega rúmgóð, skv. skráningu HMS er íbúðin 68,7 fm að stærð og er staðsett í bakgarði íbúðarkjarna í rólegu umhverfi.
Aukin lofthæð er að hluta í íbúðinni sem og þakgluggar sem saman setja sekmmtilegan svip á eignina.
Bókið skoðun hjá Ingimundi, lögg. fasteignasala í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is
Nánari lýsing :
Komið er inn í forstofu með rými fyrir fatahengi. Við tekur gangur þaðan sem gengið er inn í svefnherbergi, þvottahús, baðerbergi og að lokum opið rými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Aukin lofthæð og góð birta frá þakgluggum yfir ganginum.
Þvottahús er með mikilli lofthæð. Flíasr á gólfi.
Rúmgott baðherbergi með sturtuklefa. Flísar ágólfi.
Svefnherbergið er rúmgott með góðum fataskáp og glugga sem snýr til norðversturs inn í inngarðinn.
Eldhús í opnu rými með ljósri innréttingu, efri og neðri skápar, tengi fyrir uppþvottavél og gluggum sem snúa til norðvesturs inn í inngarðinn.
Stofa með mikilli lofthæð og þakglugga ásamt innfeldri lýsingu.
Marmari er á gölfi eignarinnar fyrir utan votrými þar sem flísar eru.
Skv. þynglýstum eignaskiptasamningi fylgir eigninni bílastæði á eignarlóð.
Um er að ræða virkilega skemmtilega eign í hjarta gamla Vesturbæ Reykjavíkur í rólegu og sjarmerandi umhverfi.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingimundur Ingimundarson lögg. fasteignasali í síma 867-4540 eða ingimundur@miklaborg.is