Lýsing
Eignin er 120,4 fm. skv. fasteignaská HMS, þar af er sér geymsla 11,5 fm. en auk þess eru yfirbyggðar svalir tæpir 14 fm. sem snúa í n-vestur. Fallegt útsýni yfir borgina.
Mánatún 15 var byggt árið 2014 og stendur í vel skipulagðri þyrpingu með fallegri aðkomu, nægum bílastæðum fyrir íbúa og gesti og fallegu útisvæði.
Nánari lýsing;
Komið er inn í parketlagða forstofu með skáp.
Opið alrými með gluggum til vesturs rúmar gott eldhús, borðstofu og setustofu.
Eldhús er með smart innréttingu með quartz steini og "back-splash" á borðplötu og eyjunni og setur glæsilegan og hlýlegan brag á eldhúsið. Nýlegt span helluborð og háfur, innbyggð uppþvottavél og gott vinnupláss og hirzlur eru í eldhúsinu.
Stofan er rúmgóð með gólfsíðum gluggum meðfram vesturhliðinni, gengið er út á stórar, yfirbyggðar svalir sem nýtast árið um kring.
Svefnherbergisálman er vel skipulögð, hálf opið fataherbergi er í holi næst forstofunni.
Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð og með skápum.
Baðherbergi er einnig rúmgott, flísalagt með gólfhita, stórum "walk-in" sturtuklefa með glervegg, upphengdu salerni, handklæðaofni og innréttingu með quartz-steini eins og í eldhúsinu.
Þvottahús er á ganginum, flísalagt með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, vaskur og góð aðstaða.
Íbúðin er smekklega innréttuð með dimmanlegri lýsingu og aukinni lofthæð.
Sameign er mjög snyrtileg, þar er mynddyrasími og aðgangsstýring fyrir íbúa.
Í kjallara eru geymslur, sérgeymsla þessarar íbúðar er 11,5 fm. en einnig er sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
Stæði í bílageymslu er vel aðgengilegt, þar er búið að setja upp rafhleðslustöð.
Þetta er einstaklega smekkleg og vel um gengin íbúð nýjum kjarna við Borgartúnið þar sem stutt er í alla verslun og þjónustu, veitingastaði og gönguleiðir.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@sunnafast.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.