












Lýsing
Miklaborg kynnir: TIL LEIGU - Iðnaðarbil frá stærð 120fm - 240fm á jarðhæð hússins við Tónahvarf 12. Húsið er 3ja hæða steinsteypt atvinnuhúsnæði sem er einangrað að utan og álklætt.
Nánari lýsing: Um er að ræða samliggjandi bil þar sem opið er á milli merkt 03 og 04, en þó auðvelt að loka á milli og leigja sér. Bilin eru hvor um sig 120 fm og eru því samtals 240 fm. Iðnaðarbilin eru með 4 metra lofthæð og skilast fullmáluð með epoxy á gólfum. Innan bilsins er eitt salerni. Stór og há rafdrifin innkeyrsluhurð en einnig innangengt um hurð að framanverðu.
Hægt er að leigja bilin sér eða saman.
Húsið er í dag fullbúið að utan og verið er að klára lóðarfrágang og malbikun bílastæða fyrir neðan húsið. Glæsilegt hús með fallegri lóð og frábæru útsýni.
Allar nánari upplýsingar veita:
Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is
Gabriel Máni Hallsson lögg. fasteignasali í síma 7722661 eða gabriel@miklaborg.is