












Lýsing
Miklaborg kynnir: TIL LEIGU - Skrifstofuhúsnæði sem er rúmlega 400 m2 með frábæru útsýni á efstu hæð hússins við Tónahvarf 12. Húsnæðið afhendist fullbúið í janúar 2025. Húsið er 3ja hæða steinsteypt atvinnuhúsnæði sem er einangrað að utan og álklætt.
Nánari lýsing; Skrifstofurýmið er vel útbúið með öllum helstu aðstöðum sem henta hvers kyns vinnuumhverfi. Það inniheldur fundarherbergi, fjölbreytt úrval af skrifstofum og rúmgott eldhús. Einnig er stórt opið rými sem hentar vel til samvinnu, og mötuneyti. Að auki eru baðherbergi og geymsluskápar í húsnæðinu sem tryggja þægindi fyrir starfsfólk. Útengt er á svalir með einstöku ústýni m.e.a. yfir Elliðavatn og Esjuna. Hluti svalanna snýr í hásuður.
Húsið er í dag fullbúið að utan og verið er að klára lóðarfrágang og malbikun bílastæða fyrir neðan húsið. Glæsilegt hús með fallegri lóð og frábæru útsýni.
Nánari upplýsingar veita:
Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is
Gabriel Máni Hallsson lögg. fasteignasali í síma 7722661 eða gabriel@miklaborg.is