Lýsing
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir fjölbýlishús í 262, Reykjanesbær
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir góða fimm herbergja íbúð á annarri hæð að Skógarbraut 924 í Reykjanesbæ.
Eignin var endurnýjuð töluvert árið 2018. Þá var m.a. skipt um gólfefni og innihurðar. Baðherbergi voru endurnýjuð sem og eldhús. Rafmagn var verið endurnýjað að hluta sem og rofar og tenglar. Einnig voru rafmagnstöflur endurnýjaðar.
Nánari lýsing:
Eldhús með parketi á gólfi og innréttingu frá Parki með helluborði, ofni, viftu og uppþvottavél. (Ísskápur getur fylgt með)
Stofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á svalir.
Svefnherbergis gangur með parketi á gólfi.
Svefnherbergin þrjú eru með parketi á gólfum og það eru fataskápar í þeim öllum.
Hjónaherbergi með góðum skápum, parket á gólfi og innaf hjónaherbergi er flíslagt baðherbergi með sturtu og innréttingu.
Baðherbergin tvö eru með flísum á gólfi og veggjum að hluta til. Þar eru innréttingar og upphengd salerni. Á öðru þeirra er baðkar með sturtu og í hinu er sturta. Annað baðherbergið er inn af hjónaherberginu.
Þvottaaðstaða er á fyrstu hæð og er sameiginleg fyrir allar íbúðirnar, þar eru vínil flísar á gólfi. Sér geymsla er í sameign, þar er málað gólf.