Lýsing
Eikjuvogur 15 er staðsteypt 186,5 fm. einbýlishús með bílskúr sem stendur á góðri lóð (818 fm) í rólegri götu með grænt svæði fyrir aftan húsið.
Húsið skiptist í forstofu, forstofuherbergi, gestasnyrtingu, stofur, eldhús, þvottahús og svefnherbergisálmu með 4 herbergjum og baðherbergi.
Nánari lýsing; Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Inn af forstofunni er ágætt herbergi - gæti hentað sem skrifstofa. Gestanyrting er einnig inn af forstu.
Stofurnar liggja í L - góð setustofa með gluggum á tvo vegu og borðstofu en frá henni er gengið út á hellulagða verönd sem er afar skjólsæl.
Eldhús er rúmgott með upprunalegri innréttingu, góðu bekk og skápaplássi, tengi fyrir uppþvottavél og góðum borðkrók.
Þvottahús er næst eldhúsinu, þar er ágæt aðstaða fyrir þvott, gluggi með opnanlegu fagi og hurð út á bílaplan.
Svefnherbergisálma er aðskilin frá opnum og sameiginlegum rýmum (stofu og eldhúsi).
Svefnherbergi eru teiknuð fjögur en búið er að sameina tvö þeirra í eitt stórt herbergi, einfalt er að breyta til baka (einn veggur) þar sem hurðir og gluggasetning endurspegla enn upprunalegu teikninguna.
Hjónaherbergi er innst á gangi, rúmgott með skápum en fimmta herbergið, barnaherbergi er óvenju rúmgott fyrir byggingatíma/stíl hússins.
Baðherbergi er á enda gangsins með glugga með opnanlegu fagi, það er flísalagt með baðkari, sér sturtuklefa, salerni og innréttingu.
Húsið er mikið til upprunalegt en afar vel um gengið og hefur verið vel hugsað um það enda aðeins ein fjölskylda sem þar hefur búið.
Gólfefni; parket og flísar.
Bílskúrinn er skráður 35,7 fm. hann er með fínum gluggum á tvo vegu, rafmagni og rennandi vatni. Undir bílskúrnum og að hluta til undir húsinu sjálfu (samtal nærri 50 fm) er óskráð og ónotað rými sem ekki er með fullri lofthæð, þar er grunnvatnsdæla þar sem gólfplatan er komin undir jarðvatnshæð. Þetta rými býður upp á mikla möguleika hvað nýtingu varðar. Hægt er að komast að þessu rými innan úr húsinu (gólfplata býður upp á tengingu t.d. með hringstiga frá íbúðarrými, en aðgengi nú er um stiga undir bílskúrnum.
Ytra byrði hússins virðist í góðu ástandi að mestu, austurhlið hússins var endurmúruð fyrir fáum árum, þá var sett uppstólað þak fyrir ca 20-30 árum en upphaflega var þak hússins flatt.
Þetta er einstaklega fjölskylduvænt og vel staðsett hús á einni hæð með góðum garði - stutt er í alla verslun og þjónustu, skóla, leikskóla og græn svæði.
Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali í s. 777-2882 eða thora@sunnafast.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.