Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Borga Harðardóttir
Þyrí Guðjónsdóttir
Vista
svg

560

svg

469  Skoðendur

svg

Skráð  20. mar. 2025

fjölbýlishús

Dúfnahólar 2

111 Reykjavík

48.900.000 kr.

783.654 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2048505

Fasteignamat

42.100.000 kr.

Brunabótamat

28.800.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1974
svg
62,4 m²
svg
2 herb.
svg
1 baðherb.
svg
1 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta
Opið hús: 5. apríl 2025 kl. 13:30 til 14:00

Opið hús: Dúfnahólar 2, 111 Reykjavík. Eignin verður sýnd laugardaginn 5. apríl 2025 milli kl. 13:30 og kl. 14:00.

Lýsing


Valborg fasteignasala kynnir 62,40 m² bjarta 2ja herbergja íbúð á 2. hæð við Dúfnahóla 2, 111 Reykjavík.
Eignin er skráð 62,40 m² að stærð, þar af íbúðarrými 57,5 m² og geymsla 4,9 m².
 
Fallegt útsýni er yfir borgina frá íbúð. Frábær fyrstu kaup.

Nánari lýsing:
Anddyri:
Opið rými. Flísar á gólfi.
Eldhús:  Upprunaleg eldhúsinnrétting og flísar á milli skápa.  Lítil rafha eldavél og ofn. Borðkrókur við glugga með góðu útsýni. Flísar á gólfi. Góður ísskápur sem fylgir.
Stofa: Rúmgóð stofa með útgengi út á vestursvalir. Parket á gólfi. Björt og opin.
Svefnherbergi:  Gott svefnherbergi með upprunalegum fataskápum. Parket á gólfi.
Baðherbergi:  Lítið baðherbergi með sturtu. Tengi fyrir þvottavél og lítil þvottavél fylgir.
Geymsla:  Geymsla tilheyrir íbúðinni 4,9 m², sem er staðsett á jarðhæð.
Sameign:  Flísar í anddyri og rafdrifin útihurð. Teppalagður stigagangur og lyfta. Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Lóð:  Gróin sameiginleg lóð með fallegum gróðri og leiktækjum.
Nánasta umhverfi:  Göngufæri er í leik-, grunnskóla og framhaldsskóla.  Allar helstu þjónustur, verslanir, veitingastaðir, bókasafn, apótek o.fl.  Stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir í Elliðaárdal. 

Framkvæmdir: Gluggaskipti á austurhlið árið 2017. Þakklæðning var endurnýjuð árið 2019. Framkvæmdir eru yfirstandandi/fyrirhugaðar á svölum og hálfllokunum hvað þessa íbúð varðar og verða greiddar af seljanda.

Samkvæmt HMS er birt flatarmál eignarinnar 62,40 m².  Eign merkt 0203, fastanúmer 204-8505.

Nánari upplýsingar veitir Þyrí Guðjónsdóttir, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma
891 9867, tölvupóstur thyri@valborgfs.is.
Elvar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 895 4000, tölvupóstur elvar@valborgfs.is.


Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

img
Þyrí Guðjónsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Valborg fasteignasala
Nóatún 17, 105 Reykjavík
Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone
img

Þyrí Guðjónsdóttir

Nóatún 17, 105 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
25. feb. 2020
27.900.000 kr.
28.000.000 kr.
62.4 m²
448.718 kr.
18. maí. 2006
10.470.000 kr.
14.100.000 kr.
62.4 m²
225.962 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Valborg fasteignasala

Valborg fasteignasala

Nóatún 17, 105 Reykjavík
phone

Þyrí Guðjónsdóttir

Nóatún 17, 105 Reykjavík