Lýsing
FASTMOS S: 586-8080 kynnir: Snyrtilegt og vel staðsett geymslubil byggt árið 2022 á malbikuðu afgirtu svæði með rafstýrðu símahliði við Borgarhellu 15E. Eignin er skráð sem geymsla og er birt stærð 42,5 m2. Ca. 13m2 manngengt milliloft með hringstiga hefur verið sett upp í rýmið sem er ekki í fermetratölu eignarinnar.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax
Innkeyrsluhurð í bilið er með rafmagnsopnun, 3 metrar á hæð og 2,5 metrar á breidd. Sér inngangur er um hurð við hlið innkeyrsluhurðar. Gluggi er fyrir ofan inngönguhurð með opnanlegu fagi. Sér bílastæði er fyrir framan bilið.
Breidd húsnæðis er 4,6 metrar og lengd 9,2 metrar. Vegghæð við útvegg er 3,5 metrar og 4,7 metrar innst í bili.
Skolvaskur er í rýminu með heitu og köldu vatni og niðurfall í gólfi. Lagnir eru tilbúnar til að setja upp salernisaðstöðu og getur fylgt upphengt salerni, vaskur, blöndunartæki og innrétting með í kaupunum. 3ja fasa rafmagn er í bilinu. Epoxý er á gólfi og parketdúkur á gólfi í milliloftinu. Nýtt: Uppsett Metalsistem hillukerfi fylgir eigninni
Samtals eru 38 bil á sameiginlegri 4.157,7 m2 lóð fyrir Borgahellu 13-15 og er hvert bil um 42,5 m2 að stærð. Lóðin er fullfrágengin, afgirt með 2 metra girðingu og aðgangsstýrðu hliði. Á lóðinni eru 16 sameiginleg bílastæði. Lóð er malbikuð og með niðurföllum.
Sameiginleg sorptunnugeymsla og salernisaðstaða. Húsfélag hefur verið stofnað um sameign.
Verð kr. 24.500.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.