Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Tryggvi Guðmundsson
Guðmundur Óli Tryggvason
Vista
hæð

Brekkugata 1

470 Þingeyri

23.000.000 kr.

219.675 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2125433

Fasteignamat

16.300.000 kr.

Brunabótamat

45.100.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1945
svg
104,7 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Garður
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Suðursvalir

Lýsing

Fasteignasala Vestfjarða s. 4563244 - eignir@fsv.is - www.fsv.is- kynnir til sölu - Fallega 104,7 fm. hæð við Brekkugötu á Þingeyri. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á hæðinni en tvö herbergi eru í kjallara sem tilheyra eigninni alls 4 herbergi og stofa.
Húsið er með nýlegu þaki og allar rennur nýlegar. Nýleg drenlögn í kringum húsið og skolplagnir nýlegar út í brunn sem er við lóðarmörk. Vatnslagnir, blöndunartæki og hitakútur fyrir neysluvatn eru nýlegar. Húsið er einangrað að utan með steinull og klætt með múrklæðningu, ákveðið hefur verið að klæða útveggi með ál/stálklæðningu á næstunni.
Allir gluggar eru nýlegir með tvöföldu gleri.
Nýleg eldhúsinnrétting og nýlegt baðherbergi. Fallegt og gott útsýni yfir fjörðinn.


Nánari lýsing:  Sameiginlegur stigagangur með teppi á gólfi, svalir, hol, stofa/borðstofa, eldhús, 2 svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara eru tvö herbergi, þvottahús og baðherbergi.
Hol:  Komið er inn í rúmgott hol með dúk á gólfi. Gengið er út á svalir út frá stigagangi.
Eldhús: Ljós innrétting með ágætu skápaplássi, flísar á gólfi.  Helluborð og nýr ofn. 
Stofa/borðstofa: Stofan er björt og falleg með lökkuðu gólfi og fallegu útsýni.
Baðherbergi:  Baðherbergið er með flísum á gólfi, upphengt klósett, flísalögð sturta og ljós innrétting.  
Herbergi:  Tvö rúmgóð svefnherbergi eru á hæðinni með harðparketi og teppi á gólfum. Annað herbergið nýtist sem borðstofa í dag.
Kjallari:  Í kjallara eru tvö geymsluherbergi sem tilheyra eigninni, sameiginlegt þvottahús með salernisaðstöðu.
 

Nánari upplýsingar og skoðunartima veitir Guðmundur Óli Tryggvason Lögg. fasteignasali, í síma 4563244 og 8208284, tölvupóstur eignir@fsv.is

Smelltu hér til að panta frítt söluverðmat eða skrá eignina þína!
Smelltu hér til að fylgja okkur á Facebook
Smelltu hér til að fylgja okkur á Instagram

Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga, 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnana: vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu samkvæmt gjaldskrá.

Fasteignasala Vestfjarða

Fasteignasala Vestfjarða

Hafnarstræti 19, 400 Ísafirði
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
2. nóv. 2022
8.410.000 kr.
17.300.000 kr.
104.7 m²
165.234 kr.
15. okt. 2020
7.330.000 kr.
8.000.000 kr.
104.7 m²
76.409 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasala Vestfjarða

Fasteignasala Vestfjarða

Hafnarstræti 19, 400 Ísafirði
phone