Um fasteignir.is

Allt frá því Félag fasteignasala stofnaði fasteignir.is á árinu 2008 var markmið fasteignavefsins skýrt með að allir löggiltir fasteignasalar er hafa að baki opinber réttindi til milligöngu um sölu fasteigna gætu auglýst þar fasteignir til sölumeðferðar en ekki aðrir.

Með þeirri kröfu er notendum vefsins tryggt að rík neytendavernd sem lög um sölu fasteigna tryggir kaupendum og seljendum fasteigna sé að baki öllum eignum sem auglýstar eru inni á vefnum. Að sama skapi er lögboðnum peningaþvættisvörnum sem löggiltum fasteignasölum ber að fylgja gætt í hvívetna.

Aðrir fasteignavefir setja ekki ofangreind skilyrði.