Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1974
175,2 m²
5 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
INNI fasteignasala s. 580 7905 - inni@inni.is
Efri hæð var öll meira og minna endurnýjuð árið 2000 og baðherbergi efri hæðar endurnýjað árið 2010. Allar ofnalagnir hafa verið endurnýjaðar.
Flísar eru í forstofu og þar er þrefaldur fataskápur. Parket er í stofu/borðstofu og þaðan er útgengt á fallega timburverönd í bakgarði. Í eldhúsi er mjög fín innrétting. Þar eru flísar á gólfi, borðkrókur og búr er inn af eldhúsi. Baðherbergi efri hæðar er flísalagt í hólf og gólf, þar er góð innrétting og sturta. Hiti er í gólfi á baðherbergi. Þrjú svefnherbergi eru á hæðinni, öll með parket á gólfi og sexfaldur fataskápur er í einu þeirra. Parket er á holi í miðju húsinu og þaðan er stigi á neðri hæð.
Einnig er sér inngangur á neðri hæð. Þar er nokkuð rúmgóð forstofa með flísum á gólfi. Flísar eru einnig á salerni og þvottahúsi. Eitt svefnherbergi er á neðri hæð. Þar er parket á gólfi. Á neðri hæð er innangengt í bílskúr með máluðu gólfi.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
19. apr. 2022
42.100.000 kr.
59.500.000 kr.
175.2 m²
339.612 kr.
11. okt. 2019
33.050.000 kr.
42.900.000 kr.
175.2 m²
244.863 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025