Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
einbýlishús

Skógarsel

605 Akureyri

65.900.000 kr.

268.980 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2158822

Fasteignamat

46.500.000 kr.

Brunabótamat

115.250.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1938
svg
245 m²
svg
5 herb.
svg
3 baðherb.
svg
8 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur
svg
Aukaíbúð
svg
Laus strax

Lýsing

Skógarsel í Eyjafjarðarsveit
Einbýli á eignarlóð úr landi Holtsels - um 22 km sunnan við Akureyri.


10 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum sem samtals telur 245 m² á 1.095 m² eignarlóð.
Húsið var upphaflega byggt árið 1938, steinsteypt hús og þá skráð 121,6 m² að stærð.  Árið 1950 var byggt við húsið til norðurs, múrhlaðin viðbygging á einni hæð skráð 59,9 m².  Árið 1993 var svo byggt við upphaflega íbúðarhúsið, steinsteypt tvílyft viðbygging til austurs skráð 63,5 m².  Lóðin er eignarlóð, 1.095,0 m² að stærð.

Forstofur eru þrjár og á þeim öllum eru flísar
Á efri hæð hússins er eldhús með parketi á gólfi og ljósri innréttingu, borðstofa og stofa með parketi á gólfi.  Stofan er rúmgóð og með stórum gluggum til austurs og suðurs.   Eitt svefnherbergi með parketi og salerni með flísum sem er innaf forstofu.
Á neðri hæð er hol/gangur með flísum, tvö baðherbergi með flísum og sturtu, þvottahús og rúmgóð geymsla innaf, fjögur svefnherbergi og af þeim eru þrjú með parketi og eitt með dúk.
Í viðbyggingu til norðurs úr húsinu er þrjú svefnherbergi með plastparketi og eitt herbergjanna er mjög rúmgott.

Húsið er mjög rúmgott og með ágætum útleigumögleikum þar sem á neðri hæð eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi, en einnig væri hægt að útbúa útleigueiningu í viðbyggingu. 

Lóðin er gróin og með miklum trjágróðri, skráð 1.095 m² að stærð.

Annað
- Eignin er laus til afhendingar strax
- Hitaveita er í húsinu.
- Skemmtilegt útsýni.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone