












Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsileg, vönduð og vel skipulögð 101,2 fm 4ra. herbergja íbúð í nýjasta hluta Smárans í Kópavogi sem er nútímalegt borgarhverfi þaðan sem stutt er í þjónustu verslana og þjónustu s.s. Smáralind, heilsugæslu, skóla og íþróttaaðstöðu ásamt því sem aðgengi að stofnbrautum og þjónustu almennisvagna er afar auðveld.
NÁNARI LÝSING: 101,2 fm 4ra. herbergja íbúð á 4. hæð í Sunnusmára 10 ásamt stæði í bílakjallara. Komið inn í anddyri með skápum. Eldhús er opið inn í bjarta stofu. Eldhús er með fallegri innréttingu frá GKS, steinn á borðum, undirlímdur vaskur og innbyggð uppþvottvél og ísskápur. Stofan er björt og með útgengt á stórar svalir í vestur með fallegu útsýni . Tvö góð barnaherbergi með skápum. Hjónaherbergi með góðu skápaplássi. Baðherbergið er með sturtu, góðri innréttingu með stein á borðum. Sér þvottahús er innan íbúðarinnar. Stæði fylgir í lokaðri bílgeymslu og góð sérgeymsla í kjallara.
GÓLFEFNI: Nýlegt fallegt parket er á öllum gólfum nema baðherbergi og þvottahúsi en þau eru flísalögð.
Allar nánari upplýsingar veita:
Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 8222307 eða olafur@miklaborg.is
Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 616-1313 eða fridrik@miklaborg.is