Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Halla Unnur Helgadóttir
Elín Urður Hrafnberg
Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse
Herdís Valb. Hölludóttir
Ingibjörg Reynisdóttir
Vista
fjölbýlishús

Njörvasund 11

104 Reykjavík

72.900.000 kr.

753.099 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2020680

Fasteignamat

62.550.000 kr.

Brunabótamat

41.300.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1959
svg
96,8 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

***Seld með fyrirvara um fjármögnun***

Gimli fasteignasala og Elín Urður Hrafnberg kynna: 
Virkilega fallega og bjarta fjögurra herbergja íbúð í kjallara með sérinngangi í fallegu og vel viðhöldnu þríbýlishúsi, lítið niðurgrafin.
Eignin hefur verið þó nokkuð endurnýjuð á síðustu árum.
Eignin er skráð hjá FMR: 96.8 fm. og skiptist í forstofu, þrjú herbergi, eldhús, stofu, baðherbergi og geymslu. Þvottahús í sameign og stór og fallegur sameiginlegur garður.

Hér eru þær framkvæmdir sem hafa verið gerðar á húsinu: 
2007 - Var þak endurnýjað.
2014 - Skólpið var myndað og skipt um það sem þörf var á út að götu, þá var einnig drenað. Búið er að skipta um vatnslagnir í sameign. Ekki var metin þörf á að skipta um lagnir innan íbúðar í þeim framkvæmdum. 

2015 - Var skipt um lagnagrind og lagnir í gólfi í sameign.
2017 - Var sett ný innrétting á baði.
2019 - Var settur nýr þrýstijafnari fyrir íbúð.
2020 - Var ný eignaskiptayfirlýsing samþykkt
2020/2021 - Var hús sprunguviðgert og epoxy dælt í allar sprungur.
2022 - Var hús málað að utan.
2023 - Var farið yfir alla glugga og gler hússins og skipt út þar sem þurfti.

Engar fyrirhugaðar framkvæmdir.


Hér er hlekkur á videó:
https://vimeo.com/1001246903


Nánari upplýsingar veitir: Elín Urður Hrafnberg Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, tölvupóstur elin@gimli.is eða gimli@gimli.is

NÁNARI LÝSING:
Sérinngangur.

Forstofa: með hengi, innangengt í litla geymslu, forstofuherbergi og hurð í sameign.
Forstofuherbergi#1: bjart og gott forstofuherbergi með harðparketi á gólfi.
Eldhús: mjög bjart og rúmgott með eldri innréttingu í retro stíl, búið er að lakka frontin. Helluborð, vifta, ofn og tengi fyrir uppþvottavél, gólfdúkur, gott skápaplássi og rúmgóður borðkrókur.
Stofa: björt og rúmgóð með harðparketi og góðum gluggum. 
Hjónaherbergi#2: með góðum skápum og harðparketi á gólfi.
Barnaherbergi#3: er rúmgott, harðparket á gólfi. Búið að skipta út tveimur glerum í glugganum.
Baðherbergi: með flísum á gólfi og upp á miðjan vegg, með fallegri innréttingu með vaski, skáp, handklæðaofn, baðkar með sturtu og opnanlegum glugga. 
Geymsla: er innan íbúðar.
Sameiginlegt þvottahús þar sem hver er með sína þvottavél og þurrkara, snyrileg sameign og garður.

Niðurlag:
Falleg og vel staðsett fjölskyldueign þar sem skólar, verslun og öll almenn þjónusta er í næsta nágrenni.

Eign sem vert er að skoða. 


Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Gimli fasteignasala

Gimli fasteignasala

Grensásvegur 13 - 2 hæð - 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
9. jún. 2017
32.100.000 kr.
40.000.000 kr.
99 m²
404.040 kr.
24. nóv. 2014
23.350.000 kr.
29.000.000 kr.
99 m²
292.929 kr.
31. ágú. 2012
19.900.000 kr.
24.900.000 kr.
99 m²
251.515 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Gimli fasteignasala

Gimli fasteignasala

Grensásvegur 13 - 2 hæð - 108 Reykjavík
phone