Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Halla Unnur Helgadóttir
Elín Urður Hrafnberg
Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse
Herdís Valb. Hölludóttir
Ingibjörg Reynisdóttir
Vista
sumarhús

Reykjaskógur - Gunnarsbraut 15

806 Selfoss

54.900.000 kr.

549.000 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2205411

Fasteignamat

40.900.000 kr.

Brunabótamat

51.150.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1990
svg
100 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Gimli fasteignasala og Daði Runólfsson löggiltur fasteignasali kynna:  Gunnarsbraut 15, 806 Selfoss.

Glæsilegt sumarhús í skógi vöxnu landi Efri-Reykja í Biskupstungum. Húsið er 100 fm með 76,2 fm verönd og sólpalli með heitum potti ásamt geymsluskúr á lóð. Húsið telur 3 svefnherbergi ásamt svefnlofti, salerni og útisturtu. Einstaklega rúmgott opið rými með eldhúsi, borðstofu og stofu sem gerir húsið að frábæru fjölskyldu- og frístundahúsi. Húsið getur verið laust við kaupsamning.

Smellið hér til þess að sjá myndband af eigninni.
 

Á lóð er grasflöt með góðu plássi fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi eða leiksvæði. Bústaðurinn stendur á 4754 fm leigulóð með þinglýstum lóðarleigusamningi til 25 ára í senn og er í gildi til ársins 2045. Snjómokstur er á vetrum sem tryggir gott aðgengi árið um kring. Hverfið er vaktað með innhringiöryggishliði. Heitt og kalt vatn en hitaveita er frá borholu í landi Efri-Reykja. Innbú getur fylgt samkvæmt samkomulagi. 

Húsið er byggt árið 1990 en var mikið endurnýjað og stækkað samkvæmt nýjum teikningum 2011. Húsið er klætt að utan með viðhaldsléttri hvítri klæðningu nema norðurgafl sem er hvítmálaður. Harðviðarklæðning er með langhliðum undir þakkanti og rennur og niðurföll úr aluzink.  Nýir gluggar og hurðir voru sett í allt húsið á sama tíma frá íslenskri vottaðri framleiðslu PGV-framtíðarform með K-gleri og björgunaropum í öllum rýmum. Þakið var jafnframt klætt með aluzink-járni sem ekki þarf að mála nema þak á viðbyggingu sem er úr innbrenndu, dökkgrænu bárujárni. Eldhús og stofurými er klætt að innan með viðhaldsléttri hvítri klæðningu sem þarf ekki að mála. Mjög góð lýsing er í húsinu með dimmerum á flestum ljósum og innfelldri útilýsingu í þakkanti. Útilýsing er á göngustíg að bílastæði. Rafmagn er allt til fyrirmyndar og þriggja fasa bæði í húsinu og á bílastæði. Nýlega var sett upphengt salerni á snyrtingu. Geymsluskúr á lóð er 2x2 m úr viðhaldsléttu efni. Góð aðkoma er að húsinu á tvo vegu. Að framanverðu er bílastæði með göngustíg að húsinu ásamt öðru góðu stæði inni á lóð með rafhleðslustöð. 

Nánari lýsing:
Eldhús: Er opið í borðstofu og stofu með góðri innréttingu frá HTH og IKEA. MIELE helluborð og MIELE bakarofn í vinnuhæð. Uppþvottavél frá AEG. Frístandandi eyja/vinnuborð sem gefur gott vinnupláss. Parket á gólfi.
Borðstofa: Rúmgóð borðstofa með borðplássi fyrir allt að 10-12. Góður skápur ásamt aukaísskáp. Parket á gólfi.
Stofa: Einstaklega rúmgóð stofa með rennihurð út á pall og stórum og góðum gluggum með heildaropnun. 
Herbergi I: Rúmgott herbergi með plássi fyrir tvíbreitt rúm og fataskáp. Gluggar á tvo vegu með góðri opnun og neyðaropnun. Parket á gólfi. 
Herbergi II: Pláss fyrir tvíbreitt rúm. Gluggi með neyðaropnun. Parket á gólfi. 
Herbergi III: Mjög rúmgott herbergi með góðu skápaplássi og glugga með neyðaropnun. 
Risloft: Komið er upp stiga af gangi með lúgu. Rúmgott með góðu geymsluplássi og/eða gistiaðstöðu. Gluggi með neyðaropnun og utanáliggjandi stiga á húsgafli. 
Salerni: Upphengt salerni ásamt góðum vaski. Þvottavél er á salerni en hægt er að koma fyrir sturtuklefa í staðinn.
Útisturta: Útisturta er af gangi með yfirbyggðum gagnsæjum þakplötum. Í sama rými er inntaksskápur fyrir vatn. 
Gangur: Rúmgóður gangur er á milli herbergja, salernis og útisturtu með aðgengi beint á sólpall og í heitan pott. Nýjar dúkflísar á gólfi. 

Hér gefst gott tækifæri til að eignast frábærlega vel staðsett, viðhaldslétt sumarhús með miklu gistiplássi í sælureit sem hefur fengið gott viðhald. Bústaðurinn er einstaklega vel staðsettur í um það bil 10-15 mínútna fjarlægð frá Geysissvæðinu, Laugarvatni, Reykholti og Flúðum þar sem mikla þjónustu og afþreyingu er að finna, sundlaugar, veitingahús og verslanir. Stutt ganga er að hinum einstaka Brúarfossi. Afþreyingarsvæði með frisbí -og minigolfvelli, sparkvelli, körfuboltakörfu og leiksvæði fyrir börn í göngufæri. Stutt er í golfvelli.

Eignin Gunnarsbraut 15 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 220-5411, birt stærð 100,0 fm. Nánar tiltekið eign merkt 01-01, ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Nánari upplýsingar veitir Daði Runólfsson löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6981164, tölvupóstur dr@gimli.is

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Gimli fasteignasala

Gimli fasteignasala

Grensásvegur 13 - 2 hæð - 108 Reykjavík
phone
Gimli fasteignasala

Gimli fasteignasala

Grensásvegur 13 - 2 hæð - 108 Reykjavík
phone