Upplýsingar
Byggt 2021
120,8 m²
0 herb.
Lýsing
Vandað og vel staðsett 120,8 fm. endabil í nýlegu iðnaðarhúsi (2021), sem byggt er úr forsteyptum samloku-einingum. Malbikuð og steypt aðkoma, hiti í stéttum næst húsi.
Á neðri hæð er 96 fm. salur með stórum (4,0X2,5) metra innkeyrsludyrum og göngudyrum bæði að framan og aftan. Lofthæð í þessum hluta er ca. 6 metrar.
Innst í húsnæðinu er steypt milliloft og efri hæð 24,8 fm. en þar er parketlagt hol/skrifstofa/kaffistofa, snyrting og geymsla. Milliloft kemur um 3,2 metrum yfir gólfplötu. Hringstigi upp og gluggi á alrými efri hæðar.
Góðir gluggar á gafli salarins. Góð lýsing, og hiti er í gólfi. á neðri hæð Allar neyslulagnir eru lagðar rör í rör og forhitari er á neysluvatni. Olíu- og fituskilja er á frárennsli frá húsinu. Innskattskvöð v. endurgreiðslu innskatts vsk. er á húsnæðinu.
Einstakt tækifæri til að eignast nýlegt vandað steypt atvinnuhúsnæði á besta stað á Akranesi.
Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lgf., bjorn@midborg.is eða í síma 894-7070