Lýsing
Íbúðin hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum. Frárennslislagnir voru fóðraðar í sumar. 2020 voru allir ofnar í íbúðinni endurnýjaðir og 2018-2019 voru forstofa, þvottahús og eldhús flísalögð og forstofuskápur settur upp. Steyptur pallur að sunnanverðu var stækkaður og hellulagður að hluta ásamt því að nýtt handrið var sett upp utan á húsinu. Vandað harðparket frá Agli Árnasyni var lagt árið 2017 og nýir fataskápar settir upp í hjónaherbergi. Innrétting á baðherbergi var endurnýjuð 2015 og árið 2013 var dregið í nýtt rafmagn í íbúðinni.
Samtals er eignin skráð 110,6 fm (merkt 01-0001) skv. skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.is
Forstofa er með flísum á gólfi og skápum.
Hol er með harðparket á gólfi og góðum fataskáp.
Stofa er björt og rúmgóð með harðparketi á gólfi.
Eldhús er rúmgott með flísum á gólfi, viðarinnrétting með góðu skápaplássi og með flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru þrjú og eru með harðparketi á gólfi og skápar í tveimur herbergjum.
Baðherbergi er með flísum í hólf og gólf, sturta, handklæðaofn, innrétting undir vask, skápur, wc.
Þvottahús er inn af forstofu og er með flísum á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, ásamt skápum og skúffum.
Geymsla er við inngang íbúðar, einnig er ein köld geymsla ásamt sameiginlegri geymslu bakvið hús. Geymsluskúr er í garði þar sem hafa til dæmis verið geymd hjól.
Samtals er eignin skráð 110,6 fm (merkt 01-0001) skv. skráningu Þjóðskrár Íslands.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.