Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 1965
svg
2191 m²
svg
0 herb.
svg
Sérinngangur

Lýsing

***DOMUSNOVA KYNNIR***
Mjög gott og vel við haldið atvinnuhúsnæði sem er þrjár hæðir og kjallari samtals 2.191 fermetrar og telur sjö fastanúmer.  Verslunarhúsnæði með góðum gluggum á framhlið, skrifstofuhúsnæði með mötuneyti, matsal, fundarherbergjum, móttökum, salernum og skrifstofum með góðu útsýni, lager-og iðnaðarhúsnæði á neðri jarðhæð sem snýr til norðurs með stórum innkeyrsluhurðum.  Stórt vöruop í gólfi á milli neðri jarðhæðar að norðanverðu og verslunarhæðar sem snýr til suðurs.  

Samkvæmt fyrirliggjandi samþykktu deiliskipulagi fyrir svæðið þá er stækkunarmöguleiki við húsið í heild sinni og telst hlutdeild þessa eignarhluta vera u.þ.b. 1200fm.

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT STRAX

NÁNARI LÝSING:

1. hæðin:  700,5 fm. verslunarhúsnæði á fyrstu hæðinni er nýlega innréttað á vandaðan máta.  Um það bil 350fm. eru innréttaðir fyrir afgreiðslurými, tvö fundarherbergi og salerni starfsmanna.  Restin af þessari hæð u.þ.b. 350fm. eru innréttaðir sem mótttaka og þar innaf er lagerhúsnæði og salerni.  Frá lagerhúsnæðinu er stórt gat í gólfi til að koma vörum frá móttökulager á jarðhæð norðanmegin (kjallari) upp á efri lagerinn.

2. hæðin:  Á annari hæðinni er skrifstofurymi 202,4 fm sem hafa verið endurnýjaðir að öllu leyti að innan.  Þar er opinn salur, tvö starfsmanna salerni, eldhús með mötuneytis tækjum fyrir fyrir fjölda mannsAnnar salur og stór skrifstofa sem hægt er að opna á milli með opnanlegum vegg á braut. 

3. hæðin:   Efsta hæðin er 202,4fm. með móttökuskrifstofu, fjórum stórum skrifstofum, fundarsal, eldhúsi og endurnýjuðu salerni. 

Kjallari: Í kjallara er um 1085fm. iðnaðar- og lagerhúsnæði með innkeyrsluhurðum beint úr á baklóð til norðurs. 
Aðgengi frá lagersvæði á 1. hæð ásamt inngangur úr stigahúsi.   Næg niðurföll og innkeyrsludyr.
Samkvæmt teikningu er lofthæð 3,0m. undir loftplötu.  

Sameign er rúmgótt stigahús (mögulegt að koma fyrir lyftu) með náttúrudúk á gólfum. Geymsla fylgir á hverri hæð. 
Hús hefur verið vilhaldið og er álklætt að utan og með nýjum álgluggum.
Lóð er malbikuð að framan með góðum bílastæðum og steyptri gangstétt fyrir framan húsið. Baka til er góð aðkoma fyrir gáma og vörumóttöku.  Steypt plan á lóðinni að aftan og á aðkomu til hliðar við húsið. 

Ástand hússins í heild sinni er mjög gott og búið að klæða allar hliðar hússins nema norðurhlið.  

Möguleiki að kaupa til viðbótar 700fm. lagerrými með mikilli lofthæð í aðliggjandi húsi.


Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Agnar Agnarsson, löggiltur fasteignasali / s.820-1002 / agnar@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
  • Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone
    Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone