Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Páll Heiðar Pálsson
Árni Björn Kristjánsson
Helen Sigurðardóttir
Hrafnkell Pálmarsson
Vista
sumarhús

Hamrar 6

276 Mosfellsbær

34.900.000 kr.

669.866 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2216315

Fasteignamat

23.350.000 kr.

Brunabótamat

24.750.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1993
svg
52,1 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Palsson Fasteignasala kynnir:

Fallegan 52,1 fm. sumarbústað á einni hæð með millilofti við Hamra 6 í Eilífsdal í Kjósarhreppi.
Húsið er á svæði þar sem læst hlið er inn á svæðið. Stórbrotið útsýni er frá bústaðnum til fjalla og sjávar.
Húsið stendur á gróinni leigulóð sem er skráð 5.432 fm. 


Nánari upplýsingar veitir:
Páll Pálsson Lgf. í síma nr775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is


Sjá staðsetningu ( myndband ) 
 
Lýsing eignar:
Forstofa með harðparketi.
Eldhús og stofa er í opnu rými.  
Stofan er rúmgóð og björt með góðri lofthæð og útgengt er á pall sem nær allan hringinn, kamína í stofu. 
Svefnherbergin eru tvö
Baðherbergi er en
Gólfefni: Harðparket

Útigeymsla fylgir þar sem er tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt frystikistu. Undir bústaðnum er opið geymslurými.
Hitaveita er í húsinu, var tekin inn í ágúst 2021 og einnig var sett upp demantsrotþró.
Vatnslagnir voru endurnýjaðar að hluta. Ofnalagnir endurnýjaðar þegar hitaveitan var tekin inn. og Ljósleiðari var tekinn inn 2021 og sett upp bílahleðsla og tekið inn 3ja fasa rafmagn. 

Desember 2024 varð vatnstjón í húsinu og í framhaldið var farið í miklar endurbætur á húsinu
Öllu ónýtu hent út, gólf tekin upp og könnuð, einangrun og gólfefni skipt út þar sem þurfti.
Öll mygla var hreinsuð þar sem hún hafði myndast og veggir klæddir með gipsplötum, baðherbergi með Fibo plötum. Allur búastaðurinn málaður. 
Kamínan var hreinsuð vel og máluð. 
3 innihurðir endurnýjaðar, karmar og húnar. Gluggakarmar og gerefti máluð. Útihurðar málaðar að innan.

Fallegt og rólegt fjölskylduumhverfi með skemmtilegu leiksvæði innan sumarbústaðasvæðisins.
Fjölbreytt aðstaða er til útivistar í næsta nágrenni eins og göngur inn Eilífsdalinn og að Meðalfellsvatni, fjallgöngur, klettaklifur í Valshamri og íssklifur inni í Eilífsdalnum.
Sumarbústaðalandið er afgirt, og komið er inn um rafmagnshlið sem aðeins íbúar hafa aðgengi að. Sveitafélagið Kjósarhreppur er með ýmsar bæjarhátíðir og uppákomur, eins og Kátt í Kjós að sumri og Þorrablót að vetri í Félagsgarði, samkomuhúsi Kjósverja, og fjölmennur brekkusöngur er við Kaffi Kjós um verslunarmannahelgina.

www.eignavakt.is
www.verdmat.is 
Góð ráð fyrir kaupendur / seljendur

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Pálsson Fasteignasala

Pálsson Fasteignasala

Borgartúni 3, 105 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
9. jún. 2021
15.350.000 kr.
24.900.000 kr.
10101 m²
2.465 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Pálsson Fasteignasala

Pálsson Fasteignasala

Borgartúni 3, 105 Reykjavík