Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2004
77,2 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Bílastæði
Lýsing
Borg fasteignasala kynnir rúmgóða og vel skipulagða 77.2 fm 2-3ja herbergja íbúð á efstu hæð í lyftuhúsi á fjölskylduvænum stað í Grafarholti. Stæði í bílskýli fylgir eignnni.
Húsið allt er klætt að utan og því frekar viðhaldslítið. Gengið er inní íbúð af opnum svalagangi.
Íbúð staðsett í rólegu og góðu hverfi þar sem að stutt er í leikskóla, skóla, íþróttar og útivistarsvæði. Stutt á golfvöllinn og í fallegar gönguleiðir í náttúrunni.
Eignin skiptist í:
Forstofu, svefnherbergi, lítið svefnherbergi (var áður þvottaherbergi), baðherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, sérgeymslu og stæði í lokuðu bílastæðahúsi.
Nánari lýsing:
Gengið er í íbúðina af opnum svalagangi inn í forstofu með góðum fataskápum.
Úr forstofunni er gengið inn í önnur rými íbúðarinnar.
Stofa/borðstofa er opið og bjart rými með góðum gluggum til suð-vesturs, útgengt á suð-vestur svalir úr stofu, arinn er í stofu.
Eldhúsið er með snyrtilegri hvítri innréttingu, flísar á vegg milli neðri og efri skápa, tengi fyrir uppþvottavél, borðkrókur.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðum fataskápum. Minna herbergið, sem áður var þvottahús, er með lausum fataskáp.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með innréttingu undir vask, baðkar með sturtuhengi, gert er ráð fyrir sturtuklefa í horni en búið er að setja þar upp þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla í kjallara. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í kjallara.
Sérbílastæði í lokuðu bílastæðahúsi.
Gólfefni: Plastparket og flísar á gólfum eignar.
Nánari upplýsingar veita:
Úlfar Þór Davíðsson, í síma 788-9030, tölvupóstur ulfar@fastborg.is
Börkur Hrafnsson , í síma 892-4944, tölvupóstur borkur@fastborg.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Húsið allt er klætt að utan og því frekar viðhaldslítið. Gengið er inní íbúð af opnum svalagangi.
Íbúð staðsett í rólegu og góðu hverfi þar sem að stutt er í leikskóla, skóla, íþróttar og útivistarsvæði. Stutt á golfvöllinn og í fallegar gönguleiðir í náttúrunni.
Eignin skiptist í:
Forstofu, svefnherbergi, lítið svefnherbergi (var áður þvottaherbergi), baðherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, sérgeymslu og stæði í lokuðu bílastæðahúsi.
Nánari lýsing:
Gengið er í íbúðina af opnum svalagangi inn í forstofu með góðum fataskápum.
Úr forstofunni er gengið inn í önnur rými íbúðarinnar.
Stofa/borðstofa er opið og bjart rými með góðum gluggum til suð-vesturs, útgengt á suð-vestur svalir úr stofu, arinn er í stofu.
Eldhúsið er með snyrtilegri hvítri innréttingu, flísar á vegg milli neðri og efri skápa, tengi fyrir uppþvottavél, borðkrókur.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðum fataskápum. Minna herbergið, sem áður var þvottahús, er með lausum fataskáp.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, með innréttingu undir vask, baðkar með sturtuhengi, gert er ráð fyrir sturtuklefa í horni en búið er að setja þar upp þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla í kjallara. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í kjallara.
Sérbílastæði í lokuðu bílastæðahúsi.
Gólfefni: Plastparket og flísar á gólfum eignar.
Nánari upplýsingar veita:
Úlfar Þór Davíðsson, í síma 788-9030, tölvupóstur ulfar@fastborg.is
Börkur Hrafnsson , í síma 892-4944, tölvupóstur borkur@fastborg.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
22. feb. 2018
31.300.000 kr.
35.900.000 kr.
77.2 m²
465.026 kr.
4. ágú. 2011
17.150.000 kr.
21.074.000 kr.
77.2 m²
272.979 kr.
17. apr. 2007
18.450.000 kr.
18.600.000 kr.
77.2 m²
240.933 kr.
20. okt. 2006
17.060.000 kr.
17.400.000 kr.
77.2 m²
225.389 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024