Lýsing
Um er að ræða steinsteypt hús á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið snýr inn í stórann og einstaklega fallegan og gróinn garð með sameiginlegri viðarverönd og skjólvegg til suðurs Lóðin er 600 fermetrar að stærð. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár á smekklegan máta. Vandaðar innréttingar frá HTH eru í allri íbúðinni ásamt fallegu tækjavali. Fermetrar nýtast einstaklega vel þar sem geymsluloft, þvottahús og anddyri eru ekki skráðir í heildarfermetra.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í sameiginlegan gang með rishæð. Þaðan er gengið beint inn í eignina. Forstofa / hol með fataskápum og nýlegu eikarparketi á gólfi og þaðan er gengi inn í öll rými íbúðarinnar Stofa og eldhús: Stofan er björt með glugga á þrjá vegu og nýju eikarparketi á gólfi. Stofa og eldhús tengjast. Eldhúsið er rúmgott og bjart með vandaðri eldhúsinnréttingu frá HTH og ljósri corestone borðplötu. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja með í kaupunum. Öll tæki í eldhúsi eru frá AEG. Baðherbergið var tekið í gegn fyrir 3 árum, upphengt salerni og flísar í hólf og gólf, handklæðaofn og gluggi. Svefnherbergin eru þrjú: Hjónaherbergi er einstaklega rúmgott með góðu skápaplássi og eikarparketi á gólfi. Barnaherbergi I er með 80 cm fataskáp og eikarparketi á gólfi. Barnaherbergi II er með 80 cm fataskáp og eikarparketi á gólfi. Geymsla: Stórt geymsluloft er í risi og deilist með rishæð. Í sameign er þvottahús sem deilist með rishæð. Samþykki liggur fyrir geymsluskúr til einkanota í garðinn. Húsið er klætt með báruáli að utan sem er viðhaldsfrítt og í góðu ástandi.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár þar sem:
- Íbúðin hefur verið endurnýjuð á smekklegan máta.
- Raflagnir og rafmagnstenglar endurnýjaðir að hluta ásamt nýrri rafmagnstöflu.
- Frárennslislagnir endurnýjaðar að hluta.
- Skólp endurnýjað 2004.
- Allir veggir málaðir.
- Nýleg eldhúsinnrétting og tæki.
- Baðherbergi endurnýjað að mestu.
- Allir fataskápar endurnýjaðir.
- Gluggum skipt út á suðurhlið hússins.
- Þakjárn endurnýjað árið 2014.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat