Lýsing
Trausti fasteignasala, Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali og Kristján Baldursson hdl og löggiltur fasteignasali kynna Kjarrhólma 6, rúmgóða og bjarta fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð í þessu vinsæla hverfi þar sem Fossvogurinn er í göngufæri. Stórfenglegt útsýni er úr íbúðinni í norður og vestur. Íbúðin er 102,1 m2 samkvæmt Þjóðskrá Íslands og er geymsla 12,7 m2 þar af. Húsið hefur fengið mikið og gott viðhald í gegnum tíðina. Stigagangurinn er snyrtilegur og vel við haldinn. Staðsetningin er frábær og stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Athugið að hægt er að bæta við þriðja svefnherberginu á milli stofu og eldhúss. Allar nánari upplýsingar veita Hallgrímur Hólmsteinsson í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is og Kristján Baldursson með tölvupósti á kristjan@trausti.is.
Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í hol og anddyri með parket á gólfi og góðum fataskáp.
Eldhúsið er með snyrtilegri hvítri innréttingu, granít borðplötum og fallegum náttúruflísum á gólfi og einum vegg.
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar og með parket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi. Útgengt er út á rúmgóðar suður svalir úr herberginu.
Herbergi II er með parketi á gólfi og góðum skápum.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með hvítri innréttingu og baðkari með sturtuaðstöðu.
Þvottahús er innan íbúðar með flísum á gólfi
Stór og rúmgóð sérgeymsla er í sameign og er hún 12,7 m2.
Í sameign er hjóla- og vagnageymsla.
Sameiginlegur garður er við húsið.
Næg bílastæði eru við húsið og verið er að setja upp hleðslustöðvar við þau.
Mikill og góður samgangur og góð samskipti íbúa einkenna stiganginn í Kjarrhólma 6.
Sameign og húsið allt hafa fengið mjög gott og reglubundið viðhald í gegnum tíðina. Helstu framkvæmdir síðustu ára í húsinu:
Stigahús málað og teppi endurnýjuð 2009
Ljósarofar og tenglar í sameign endurnýjaðir 2015
Skipt um dyrasíma 2015
Ofnar í sameign endurnýjaðir 2018
Nýjir gluggar og gler í sameign 2019
Ný hurð, tréverk og gler sunnan megin 2020
Rafmagnstafla fyrir stigahús endurnýjuð 2021
Skipt um þak 2024
Hér er rúmgóð eign á ferðinni á afar vinsælum stað, í húsi sem hefur verið haldið mjög vel við. Fossvogsdalurinn er í göngufæri. Sjón er sögu ríkari bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni lgfs í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is eða hjá Kristjáni Baldurssyni með tölvupósti á kristjan@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.