Lýsing
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Vegghamra 21, 112 Grafarvogi:
Um er að ræða bjarta og snyrtilega 3-4 herbergja endaíbúð á 2 hæð með sérinngang í Hamrahverfinu í Grafarvogi. Samkvæmt Fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 96,2 fm.
Íbúðin er mjög vel staðsett í grónu fjölskylduhverfi. Spöngin verslunarmiðstöð og verslunarmiðstöðin Hverafold eru skammt frá og þar er hægt að nálgast helstu þjónustu s.s matvöruverslun og veitingastaði. Stutt upp á Höfða þar sem má finna m.a. matvöru og húsgagnaverslanir. Stutt er í góðar göngu-, hlaupa og hjólaleiðir s.s. út á Geirsnef , Geldinganes og meðfram ströndinni í Grafarvogi. Gufunesbær er einnig í göngufæri en þar má finna stórt fjölskyldusvæði með blakvöllum, hjólabrettasvæði, ærslabelg, útigrill aðstöðu og stóru leiksvæði.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu / borðstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi, hol og geymslu.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofur með hvítum fataskáp.
Stofa / borðstofa: Í alrými, björt og rúmgóð með stórum glugga, útgengi út á austur svalir, parket og flísar á gólfi.
Eldhús: Í alrými, með hvítri innréttingum, eldavél, háfur, flísar á milli skápa og á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum fataskápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Rúmgott, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Búið er að búa til aukaherbergi inn af forstofur með því að minnka eldhúsið, flísar á gólfi.
Hol: Flísar á gólfi.
Baðherbergi / Þvottahús: Endurnýjað 2021. Góð baðherbergisinnrétting og innrétting fyrir þvottavél og skápar, sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla: Í sameign á jarðhæð er sérgeymsla.
Sameign: Á jarðhæð er snyrtileg sameiginleg vagna- og hjólageymsla.
Lóð: Sameiginleg gróin lóð. Íbúðinni fylgir merkt bílastæði.
Húsið: Er byggt 1988 og í húsinu eru fimm íbúðir. Að sögn eiganda hefur húsið fengið gott viðhald í gegnum árin.
Nýlegar framkvæmdir:
2021 Baðherbergi endurnýjað.
2019 og 2021 Húsið var múrviðgert og málað. Stétt, tröppur og svalir flotaðar.
2021 Gluggar og þakkantur yfirfarnir og málaðir. Skipt var um allt gler og gluggalista á suðausturhlið hússins 2012.
2021 Þak yfirfarið og málað, niðurföll og þakrennur endurnýjaðar.
2021 Útilýsing endurnýjuð.
2022 Ný eldvarnahurð á ruslageymslu.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í leik og grunnskóla. Hamraskóli er fyrir börn frá 1.-7. bekk og svo fara börnin í Foldaskóla í 8.-10. bekk, Borgarholtsskóla, íþrótta- og afþreyingarmiðstöðina Egilshöll, Korpúlfsstaðavöll, verslunarmiðstöðina Hverafold og Spöngina og margar fallegar gönguleiðir í kring. Falleg eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og sýningu á eigninni annast Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s. 893-3276 eða með tölvupósti: holmar@helgafellfasteignasala.is.
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.