Lýsing
Miklaborg kynnir: Þriggja herbergja 98,6 fm íbúð á jarðhæð með afgirtum sérafnotareit og stæði í bílakjallara. eignin skiptist í forstofu, sér Þvottahús, baðherbergi, tvö svefnherbergi, eldhús, stofu, geymslu í kjallara og stæði í bílakjallara.
Bókaðu skoðun hjá Óskari Sæmann í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp. Þvottahús með flísum á gólfi og góðum skolvask. Eldhús með ljós grárri og hvítri innréttingu, nýlegri borðplötu og eldavél, viftu og nýlegum vask og blöndunartækjum, pláss fyrir ísskáp og uppþvottavél. Stofa í hálfopnu rými með eldhúsi og borðstofu, með góðum gluggum til suð-austurs og útgengt út á afgirtan sérafnotaflöt. Hjónaherbergi með góðum fataskápum og glugga. Barnaherbergi með glugga til vesturs. Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkari með sturtu aðstöðu, salerni, hvítri innréttingu og spegli. 8 fm. geymsla í kjallara og hjóla og vagnageymlsa. Stæði í bílakjallara.
skv. fasteignayfirliti er eignin skráð 114,9 fm. þar af er íbúð 90,6 fm, geymsla 8 fm og stæði í bílakjallara16,3 fm.
Nárnari upplýsingar veitir
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 6912312 eða osa@miklaborg.is