Upplýsingar
Byggt 1961
245,1 m²
6 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Mjög fallegt og vel skipulagt 245,1 fm endaraðhús við Hvassaleiti 137 í Reykjavík. Innbyggður bílskúr. Húsið er teiknað af Gunnari Hanssyni arkitekt. Rúmgóðar, bjartar stofur með stórum gluggum. Fallegur arinn í stofum með drápuhlíðargrjóti. Mikil lofthæð er í hluta hússins. Gróinn garður sem snýr til suðvesturs. Mjög góð staðsetning, miðsvæðis.Nánari uppl. veita: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali s. 861 8511, magnea@eignamidlun.is og Sverrir Kristinsson lg. fasteignasali.
Nánari lýsing.
Neðri hæð:
Komið er inn í flísalagða forstofu með fatahengi. Frá forstofu er komið inn í hol. Stór falleg hurð er á milli forstofu og hols. Mikil lofthæð er í holi. Snyrting er innaf holi, gólf er lagt dúkflísum. Eldhúsið er mjög rúmgott og með upprunalegri innréttingu. Stór borðkrókur er í eldhúsi. Gólf er lagt dúkflísum. Á neðri hæð er einnig dúklagt herbergi með skápum. Gengið er niður nokkur þrep frá holi í stofurnar. Stofan og borðstofan eru samliggjandi. Arinn er í stofum, með drápuhlíðargrjóti. Gólf í stofum og holi er málað. Gengið er út í garð úr stofum til suðvesturs. Gróinn garður með timburskjólvegg.
Efri hæð: stigi liggur frá holi upp á efri hæð hússins. Mikil lofthæð er í holi á efri hæð. Á efri hæð hússins eru þrjú herbergi (fjögur herbergi samkvæmt teikningu), baðherbergi og gangur. Hjónaherbergið er mjög rúmgott og með skápum. Gólf er dúklagt. Svalir eru út af hjónaherbergi. Barnaherbergin eru teppalögð og með skápum. Baðherbergið er dúklagt. Baðkar með sturtu. Gluggi er á baðherbergi.
Kjallari: Gengið er í kjallara frá holi á aðalhæð. Einnig er sér inngangur í kjallara. Í kjallara er þvottahús, hitakompa, tvö herbergi og geymslur. Lægri lofthæð er í kjallara.
Nýlegar framkvæmdir utanhúss: Gert var við þak hússins árið 2022, m.a. járn endurnýjað, þakrennur og þakkantur endurbyggður að miklu leyti.
Húsið er að miklu leyti í upprunalegu ástandi og þarfnast standsetningar.
Mjög góð staðsetning, miðsvæðis. Stutt í leikskóla, skóla, verslanir og alla helstu þjónustu.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook