Lýsing
Norðlingaholtið er fallegt og nýlegt hverfi sem staðsett er í náttúruparadís mitt á milli Rauðavatns, Víðidals, Elliðavatns og Rauðhóla.
Sérþvottahúsi innan íbúðarinnar og stórar suð- austur svalir með flottu útsýni. Stutt í strætó, skóla og leikskóla. Gæludýr eru leyfð og er sérinngangur af svölum í íbúðina.
Sérinngangur af svölum lengst til vinstri og þar sem íbúðin er endaíbúð í þessum stigang þá er enginn annar sem gengur fyrir framan þessa íbúð á svalaganginum.
Aukin lofthæð er í íbúðinni og og er loftæð á milli 280 -290.
Eignin skiptist á eftirfarandi hátt:
Forstofa með flísum á gólfi, hilla og góður fataskápur upp í loft.
Gangur og hol með eikarparketi á gólfi.
Gott hjónaherbergi með eikarparketi á gólfi, góður fjórfaldur skápur upp í loft.
Barnaherbergið er með eikarparketi á gólfi, góður skápur upp í loft.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggnum, upphengt wc, loftöndun, handklæðaofn og góð innrétting með skúffum og skáp, spegill.
Sérþvottahús er innan íbúðarinnar við hlið baðherbergis og eru þar flísar á gólfi, blöndurnar tæki og hillur.
Eldhúsið er opið og bjart með eikarparketi á gólfi, góð innrétting, uppþvottavél sem fylgir með, stállit tæki með keramic helluborði. Góð borðaðstaða við glugga með flottu útsýni.
Opið yfir í stofuna.
Mjög stórar suð- austur svalir með flottu útsýni.
Björt og góð stofa og borðstofa með eikarparketi á gólfi, útgangur á stórar suður svalir með flottu útsýni.
Sameign: Sameign er samkvæmt eignaskiptasamningi sameiginleg hjóla og vagnageymsa í kjallara ásamt sérgeymslu fyrir íbúðina.
Húsið: Húsið er fallegt steinsteypt og steinað hús sem er byggt 2007 og er það á þremur hæðum auk kjallara og eru allar íbúðir hússins með sérinngangi.
Lóðin: Lóðin er sameiginleg og gróin. Fjöldi bílastæða á lóð ásamt hleðslu fyrir rafbíla.
Eignin er frábærlega vel staðsett með tilliti til allrar almennrar þjónustu eins og strætó, skóla, leikskóla og útivistar.
Örstutt í skólana og heillandi náttúru við Elliðavatn, Heiðmörk, Rauðhóla, Rauðavatn og Hólmsheiði ásamt því að vera í göngufæri við hesthúshverfið í Víðidal.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður