Lýsing
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 239,7fm. og þar af er kjallari 93,5 fm, hæðin 93,5 fm og risið 52,7fm.
Nánari lýsing á eign:
Miðhæð hússins, þar er gengið inn í húsið.
Anddyri rúmgott með flísum á gólfi.
Gestasnyrting með glugga og flísum á gólfi,
Eldhús með góðri innréttingu, góð eyja með eldurnaðastöðu, vönduð tæki og parket á gólfi. Útgengt er við hlið eldhúsins út á stóran sólpall með skjóveggjum.
Stofur mjög rúmgóðar og samliggjandi með parketi á gólfi. Áður var hluti annarar stofunnar herbergi og því hægt að bæta aftur við herbergi.
Svefnherbergi mjög rúmgott með parketi á gólfi.
Teppalagður stigi liggur upp í risið.
Risið
Setustofa mjög rúmgóð með teppi á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi með sturtuklefa, baðkari, glugga, tvennir vaskar og flísar á gólfi.
Kjallari
Frekar hrár og lofthæðin er skv. teikningu 195 cm. Þar eru þvottahús, geymslur og vinnuaðstaða. Inngöngnuhurð er frá bakhlið hússins.
Viðhald og endurbætur: Húsið hefur alla tíð verið í mjög góðu viðhaldi og ber þess vel merki.
Húsið er innflutt frá Noregi og reyst á SIglufirði árið 1920. Var allt tekið í gegn um 1980 og hefur verið í góðu viðhaldi alla tíð.
Lóð og staðsetnig: Húsið er staðsett á besta stað í bænum á góðri lóð og er ansi rúmt um húsið. Ekkert er byggt fyrir framan það og heldur ekki fyrir neðan. Stutt í alla þjónustu.
Nánari upplýsingar um eignina veita Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8995949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.