Lýsing
Nánari lýsing eignar:
Gengið er inn í rúmgott anddyri með flísum á gólfi.
Eitt rúmgott herbergi er til vinstri í anddyrinu.
Komið er inn í parketlagt stórt hol þar sem hjónaherbergi og baðherbergi er á vinstri hönd og stofa, eldhús, búr og önnur herbergi eru á hægri hönd.
Húsið er á tveim pöllum og er gengið úr holinu upp tvær tröppur upp á pall þar sem stofa, borðstofa og eldhús eru í stóru og björtu opnu rými. Parket er á gólfinu.
Hjónaherbergi er stórt og rúmgott með góðum skápum og parketi á gólfi.
Baðherbergið er með sturtuklefa og parketi á gólfi.
Herbergi II er með dúk á gólfi og kojum, neðri koja er ein og hálf breidd.
Herbergi III er með dúk á gólfi og er rúmgott og bjart.
Eldhúsið, stofa og borðstofa eru í opnu og björtu alrými með mikið pláss.
Eldhúsið er með hvítri viðarinnréttingu sem núverandi eigendur settu upp í kringum 2008 og lýtur mjög vel út. Uppþvottavél undir ofni og innbyggður ísskápur og frystir.
Stofan/borðstofa er björt og rúmgóð og parket á gólfi. Í stofunni er stór og fallegur arinn, klæddur grjóti úr Drápuhlíðarnámu sem er friðuð í dag.
Búr/geymsla er í litlu rými á milli herbergja I og II.
Gengið er út úr holinu út á stóran pall með heitum potti.
Gestahúsið er skrá 12,1 fm í Þjóðskrá Íslands. Það er í dag notað sem vinnuaðstaða hjá núverandi eiganda en má hæglega nota sem gestahús.
Við hlið þess er köld geymsla og þar við hliðina er lítð hús sem ætlað er börnum að leika sér í.
Viðarpallur umlykur allt húsið og er með heitum potti og litlum úti arin. Skorsteinninn er klæddur með grjóti úr Drápuhlíðarnámum. Lóðin er vel gróin háum trjám.
Félag húseigeinda á svæðinu sér um að halda vegum opnum yfir vetrartímann og er hægt að vera allt árið á staðnum.
Núverandi eigendur byggðu við húsið á árunum 2008 og 2009 og tóku það allt í gegn, settu nýtt eldhús og ný gólfefni ofl. Veggir eru klæddir með norskum panil, náttúruleg viðarborð sem setja fallegan svip á húsið. Nokkrir veggir eru klæddir með Drápuhlíðargrjóti.
Hér er eign á ferðinni á frábærum stað í Grímsnesinu, einungis um 10 mínútur frá Selfossi og 40 mínútur frá Reykjavík. Stuttur vegur liggur af Þingvallavegi og inn á svæðið um lokað bómuhlið sem opnað er með síma. Þrastalundur er í tveggja mínútna fjarlægð og mikið um fallega staði og þjónustu í nágrenninu. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða á hallgrimur@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.