Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1965
102 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lyfta
Laus strax
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Björt og vel skipulögð mikið endurnýjuð 4ra herbergja endaíbúð á 3ju hæð í lyftuhúsi með tveimur lyftum við Ljósheima 14-18 í Reykjavík. Eignin er í fjölbýlishúsi sem hefur fengið gott viðhald og er viðhaldslítil en skipt var um glugga á vesturhlið 2023. Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi og sérgeymslu á jarðhæð.Eignin er laus við kaupsamning.
Bókið skoðun hjá Magnúsi Þóri í síma 895-1427 eða á magnus@eignamidlun.is
Eignin er skráð hjá FMR sem 102,0 fm og þar af er 4,7 fm geymsla.
Nánari lýsing:
Forstofa hefur parket á gólfi en þar eru góðir fataskápar og handklæðaofn.
Eldhús hefur parket á gólfi en þar er hvít nýleg innrétting, span helluborð, blástursofn og uppvöskunarvél. Gert er ráð fyrir þvottavél í eldhúsi.
Stofa og borðstofa eru í björtu og rúmgóðu rými með útgengt út á svalir en þar er parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með flísalagðri walk-in sturtu, upphengdu salerni og handklæðaofn.
Svefnherbergin eru þrjú og hafa parket á gólfi. Útgengt er út úr einu herbergjana á svalir sem snúa í vestur.
Sameign: Snyrtileg sameign er búin eftirlitskerfi þar sem er sameignlegt þvottahús og hjólageymsla. Sameiginlegt salerni fyrir íbúa er í sameign hússins.
Sér geymsla er í sameign ásamt tveimur sameiginlegum þvottaherbergjum. Hjólageymsla er í sameign.
*Eldhúsinnrétting endurnýjuð ásamt eldunartækjum 2021
*Baðherbergi endurnýjað 2021
*Parket endurnýjað 2021
Eignin er afar miðsvæðis, örstutt í alla helstu þjónustu, leik-, grunn- og menntaskóla, Laugardalinn ofl.
Verslunarmiðstöðin við Glæsibæ, Vogaskóli og Menntaskólinn við Sund eru í göngufæri ásamt því að stutt er í Laugardalinn og Elliðarárdalinn í útivist.
Um er að ræða bjarta og mikið endurnýjaða fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli við Ljósheima 14-18 í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Þórir Matthíasson lögg. fasteignasali í síma 895-1427 eða magnus@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
24. sep. 2021
45.850.000 kr.
51.000.000 kr.
102 m²
500.000 kr.
20. feb. 2019
41.600.000 kr.
38.000.000 kr.
102 m²
372.549 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024