Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Fallegt og vel skipulagt 56,2 m2 sumarhús á eignarlóð við Mosabraut 15 ásamt 27 m2 sumarhúsi við Mosabraut 8 og 5 öðrum sumarbústaðalóðum. Sumarhúsin og lóðirnar eru staðsettar í Heiðarlöndum sem eru úr landi Galtalækjar II ofarlega í Landsveit. Stutt frá Leirubakka og Galtalækjaskógi. Stærra sumarhúsið stendur á 5832 m2 eignarlóð, með hellulagðri verönd og glæsilegu útsýni í allar áttir. Við Mosabraut 15 stendur líka skúr með rafmagnstöflu, hita vaski og klósetti, gámur með rafmagnstöflu, hita og ljósi.sem verður klæddur að hutan, settur í hann gluggi og hurð.
Myndavélavöktun/myndavélakerfi. Hitaþráður er í öllum vatnsinntökum.
Nánari lýsing á sumarhúsi við Mosabraut 15:
Forstofa er með vínilflísum á gólfi. Stofa er með vínilparketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á hellulagða verönd. Eldhús er með hvítri innréttingu og vínilparketi á gólfi. Í innréttingu er innbyggð uppþvottavél, helluborð, ofn og vaskur.
Tvö svefnherbergi en opið er á milli þeirra í dag. Baðherbergi er með vínilflísum á gólfi, sturtu, innréttingu og vegghengdu salerni.
Lóðir:
Mosabraut 6 sem er 6702 m2 eignarlóð.
Mosabraut 8 sem er 5615 m2 eignarlóð og með óskráð en fullklárað 27 m2 sumarhús. Sumarhúsið skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, stofu og geymslu þar sem borhola er.
Mosabraut 10 sem er 5639 m2 eignarlóð.
Mosabraut 12 sem er 6036 m2 eignarlóð. Á lóðinni stendur hús/dæluskúr þar sem borholan er. Í skúrnum er hiti og 3ja fasa rafmagn.
Mosabraut 13 sem er 5812 m2 eignarlóð.
Mosabraut 15 sem er 5832 m2 eignarlóð.
Jaðarbraut 15 sem er 6260 m2 eignarlóð.
Heildar stærð allra lóða er um 42.000 m2.
Skv. deiluskipulagi er heimlt að byggja 3 hús á hverri lóð. Aðalhús getur verið allt að 200 m2, aukahús/gestahús getur verið allt að 60 m2., geymsla/gróðurhús getur verið allt að 35 m2. Mænishæð getur verið allt að 6 m m.v. hæð jarðvegs umhverfis húsin.
Verð kr. 120.000.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.