Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Styrmir Bjartur Karlsson
Vista
sumarhús

Rangárslétta 2

851 Hella

118.000.000 kr.

807.666 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2520503

Fasteignamat

2.630.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2025
svg
146,1 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús

Lýsing

CROISETTE - KNIGHT FRANK kynnir eignina Rangárslétta 2, 851 Hella.

Virkilega vönduð eign með stórkostlegu útsýni. 

146 fm heilsárshús ásamt umtalsverðu landi eða 2,9 hekturum sem er eignarlóð. 

Áætlað að það geti verið tilbúið til innréttinga í apríl 2025.

Húsið stendur hátt í fallegu hrauni, umlukið miklum gróðri, aðallega birkitrjám, ýmsum víðitegundum og mosa en fjöldi annarra villtra planta er þar einnig að finna. 

Frá húsinu er fagurt víðsýni, m.a til Heklu, Búrfells, Bjólfells, Tindfjalla, Selsundsfjalls, Eyjafjallajökuls og Þríhyrnings í Fljótshlíð.
Um er að ræða einstaka eign á sérlega fallegu landi með útsýni yfir Ytri-Rangá. Húsið er með forstofu, þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, þvottahúsi, stóru alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. 
Húsið er klætt með Ruukki, litaðri stálklæðningu á þaki og hliðum en addyri er klætt með brenndri furu og öll innskot með svokallaðri Thermo-furu. 
Sólpallur til suðurs með þremur yfirbyggðum innskotum sem veita mikið skjól. 
Húsið er verðlagt á 118 milljónir miðað við frágenginni lóð, hellulögn við anddyri, innkeyrslumöl og útilýsingu. Húsið er tilbúið til innréttinga að innan og málað eina umferð.  
Hægt er að fá húsið afhent fullbúið ef óskað er eftir því.

Húsið er með gólfhita sem stýrt er af mjög vönduðu varmadælukerfi frá Nibe sem einnig sér um allt neysluvatn og er því mun ódýrara að hita það en með hefðbundinni rafmagnskyndingu.  
Gluggar og hurðar eru ál/tré frá Idealcombi.
NB; myndir frá innrarými eru 3D myndir sem gefa hugmynd um hvernig húsið gæti litið út að innan. 

Það eru aðeins 16 km að afleggjaranum inn í Landmannalaugar og þaðan áfram inn á fallegasta hluta hálendis íslands, þ.e. Fjallabak. Stutt í sundlaugina á Laugalandi, golfvöllur á Hellu og góður veitingastaður á Landhóteli og ótal gönguleiðir allt um kring, hvort sem það er á fjöll, um hraunið eða meðfram ánni, svo eitthvað sé nefnt.
Aðeins verða 12-14 hús byggð á Rangársléttu, þannig að hvert hús fær mikið land og þar með mikið næði og fjarlægð í milli húsa.
Hægt er að skoða staðsetningu hér.

Heklusýn hefur þegar byggt 5 hús á svæðinu og er hægt að skoða þau öll að utan og einnig hægt að semja um skoðun að innan fyrir áhugasama kaupendur. 
Þetta er staður og hús fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig og njóta næðis með villta náttúru allt í kring. 

Nánari upplýsingar um verkefnið er hægt nálgast á Heklusýn.

Athugið að inn í verði hússins eru 2,9 hektarar af gullfallegu eignalandi með miklu útsýni til fjalla og yfir ána.

Ef þú ert að leita af fallegu húsi á stórri spildu í einstakri náttúru þar sem þú nýtur kyrrðar og fjarlægðar frá öðrum, þá er Heklusýn fyrir þig. 

Nánari upplýsingar veita: 

Styrmir Bjartur Karlsson, Framkvæmdastjóri og lfs., í síma 899 9090, tölvupóstur styrmir@croisette.is.


 

img
Styrmir Bjartur Karlsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Croisette Iceland ehf
Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík
Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík
img

Styrmir Bjartur Karlsson

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík
Croisette Iceland ehf

Croisette Iceland ehf

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík

Styrmir Bjartur Karlsson

Kirkjuteigi 21, 105 Reykjavík