Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þórarinn Halldór Óðinsson
Vista
svg

3184

svg

2779  Skoðendur

svg

Skráð  28. nóv. 2024

atvinnuhúsnæði

Snorrastaðir Ferðaþjónusta

311 Borgarnes

160.000.000 kr.

176.114 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2112926

Fasteignamat

73.640.000 kr.

Brunabótamat

270.800.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
908,5 m²
svg
0 herb.

Lýsing

Nes Fasteignasala kynnir:

Ferðaþjónustuna að Snorrastöðum 311 Borgarbyggð sem er mjög áhugavert atvinnutækifæri í fallegu og vinsælu umhverfi við Löngufjörur og í nágrenni Eldborgar.   
 
Um er að ræða þær fasteignir sem nýttar eru í ferðaþjónustu ásamt 35,5 ha eignarlandi sem stofnað verður úr landi jarðarinnar Snorrastaða í Borgarbyggð.  Þær fasteignir sem um ræðir eru: Hvítahúsið, 5 gestahús og eldra hesthús með hlöðu ásamt vinsælu tjaldsvæði með allri þjónustu við ferðamenn. Hitaveita í eigu seljanda er á svæðinu.

 
Nánari lýsing:   
 

Hvíta húsið er á tveimur hæðum, á efri hæð eru 6 herbergi; 2×5 manna, 3×4 manna,1×2 manna. Kojur eru í öllum herbergjum.  Einnig er setustofa á efri hæðinni og 3 baðherbergi, 2 af þeim með sturtu.   
Á neðri hæð er eldunaraðstaða og lítill salur fyrir 30-40 manns. 
Stór salur er einnig í Hvíta húsinu,  tekur 130-150 manns í sæti og í þeim sal er einnig ágæt eldunaraðstaða.  
Húsið er gistihús og hluti þess nýtist einnig sem þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið.
 
Gestahús fullbúið með 4 herbergjum fyrir 10 manns, verönd og heitur pottur.
 
Sumarhús eru 4, fullbúin með 2 svefnherherbergjum fyrir 5 manns hvert. Sólpallur og heitur pottur.
 
Hesthús/hlaða eru eldri byggingar. 8 stíur í hesthúsinu.

Nánari upplýsingar og myndir er að finna á heimasíðu Ferðaþjónustunnar: https://snorrastadir.is/ 

Einstök staðsetning Snorrastaða við Löngufjörur og Eldborg býður upp á mikla möguleika til  þjónustu við ferðamenn enda eru Löngufjörur eitt eftirsóttasta svæði hestamanna til útreiða. Þá eru fagrar gönguleiðir í nágrenni Eldborgar.  Snorrastaðir hafa notið mikilla og vaxandi vinsælda ferðamanna á undanförnum árum. enda eru hestaferðir á fjörunum og nágrenni ógleymanleg upplifun.  Stórbrotið útsýni til allra átta í nágrenni Eldborgarinnar.

Hér er því um spennandi eign að ræða fyrir einkaaðila jafnt sem aðila í ferðaþjónustu eða félagasamtök sem hafa áhuga á að koma upp einstakri aðstöðu fyrir félagsmenn sína.


Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
 

img
Þórarinn Halldór Óðinsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Nes fasteignasala ehf
Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi

Nes fasteignasala ehf

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi
phone
img

Þórarinn Halldór Óðinsson

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi

Nes fasteignasala ehf

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi
phone

Þórarinn Halldór Óðinsson

Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi