Lýsing
Miklaborg kynnir: Bjarta 3ja herbergja rishæð með sérinngangi að Hvammsgerði 8 í 108 Reykjavík. Góð staðsetning í Gerðunum þar sem stutt er í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu.
Nánari lýsing
Inngangur/anddyri: komið er inn um sér inngang og gengið upp á aðra hæð. Góður fataskápur er á palli fyrir framan íbúð.
Stofa: er björt með gluggum á tvo vegu. Parket á gólfi.
Eldhús: er rúmgott með góðu skápaplássi. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: er flísalagt með sturtu og baðkari. Tengi fyrir þvottavél er inni á baði. Einnig er sameiginlegt þvottahús í kjallara.
Svefnherbergi 1: er 15,7 fm með fataskáp. Parket á gólfi.
Svefnherbergi 2 : er 13,9 fm. með fataskáp. Parket á gólfi.
Svalir : snúa til suður. Útgengi á svalir er frá hjónaherbergi.
Geymsla: er 4,1 fm og er í kjallara.
Nánari upplýsingar
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is