Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Heiðar Kristinsson
Bjarklind Þór Olsen
Hulda Rún Rúnarsdóttir
Vista
fjölbýlishús

Barónsstígur 25

101 Reykjavík

94.900.000 kr.

835.387 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2005601

Fasteignamat

78.050.000 kr.

Brunabótamat

48.200.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1930
svg
113,6 m²
svg
4 herb.
svg
2 svefnh.

Lýsing

Borgir  fasteignasala kynnir eignina Barónsstígur 25, 101 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 200-5601 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Barónsstígur 25 er skráð á 1.hæð sem 2-3 herbergja íbúð með ósamþykktri stúdíóíbúð á neðri hæð. Birt stærð samtals 113.6 fm. 
Um er að ræða tvær íbúðir til sölu, vel skipulögð og björt íbúð með svölum á 1.hæð og ósamþykktri stúdíóíbúð í kjallara hússins. Hentar mjög sem íbúð með annari í útleigu eða fyrir ungmenni. Frábær staðsetning. 
Íbúðin á 1.hæð er skráð 69,3 fm en stúdíóíbúðin niðri er sögð 38,2 fm. Einnig fylgir 6,1 fm geymsla í kjallara.  

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8200788, tölvupóstur johanna@borgir.is.

Nánari lýsing eignar:
Frá útidyrum er gengið upp hálfa hæð upp að inngangi íbúðar á 1.hæð. Þar er komið í hol þangað sem gengið er inn í vistarverur.
Eldhús: Hvítri innréttingu með bakarofni, innbyggðum ísskáp og lítilli uppþvottavél. Stór gluggi sem snýr til vesturs út á Barónsstíg.
Baðherbergi: Með upphengdu salerni, sturtuklefa, handklæðaofni, vaski og fallegum flísum á gólfi. 
Svefnherbergi/stofa/borðstofa: þrjú jafnstór herbergi sem hægt er að nota bæði sem stofu,borðstofu eða svefnherbergi úr einu herbergjanna er hægt að ganga út á svalir sem snúa í suðaustur eða út í bakgarð. Falleg glerhurð á milli tveggja herbergja. Laus skápur er í einu herbergjanna og getur hann fylgt með. 

Íbúðin er með fallegu parketi með háum gólflistum, lofthæð er 2,80 cm, skrautlistar í lofti. Hurðarnar eru sprautulakkaðar hvítar.  

Nánari lýsing á stúdíóíbúð: 
Gengið niður hálfa hæð. 
Eldhús: Mjög rúmgóð innrétting með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Helluborð og bakarofn. Hár gluggi sem snýr til vestur eða út á Barónsstíg. 
Baðherbergi: Með sturtuklefa, salerni og skáp með innbyggðum vaski.  
Stofan/svefnherbergi: Er nýtt sem eitt rými. Laus fataskápur sem getur fylgt. 
Hægt er að ganga inní stúdíóíbúðina beint úr bakgarði. 
Ekki full lofthæð í kjallara. (ca 2,3 cm)

Umhverfi:
Barónsstígur er í miðbæ Reykjavíkur og þvi stutt í allar verslanir, sundlaugar og skóla. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 62.000 mvsk.

Borgir fasteignasala

Borgir fasteignasala

Suðurlandsbraut 18 3.hæð, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
14. sep. 2022
61.000.000 kr.
81.000.000 kr.
113.6 m²
713.028 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Borgir fasteignasala

Borgir fasteignasala

Suðurlandsbraut 18 3.hæð, 108 Reykjavík
phone