Lýsing
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir Bjarta 2ja herbergja íbúð með sér inngangi í Hafnarfirði.
Eignin skiptist í forstofu, stofu, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, þvottahús og geymslu.
Eldhús: er rúmgott með hvítri innréttingu og borðkrók. Parket á gólfi.
Stofa: björt og útgengt út í garð. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: er með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Baðherbergi: er flísalagt upp á miðjaveggi, upphengt salerni, vaskur og sturtuklefi.
Þvottahús: gengið er úr íbúðinni inni í sameignilegt þvottahús.
Geymsla: er innan eignar.
Frábær staðsetning. Göngufæri í leikskóla, grunnskóla, sundlaug, verslanir og íþróttasvæði.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.