Lýsing
Hér má sjá videó þar sem gengið er í gegnum eignina.
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið inn um sérinngang í forstofu. Flísar á gólfi.
Svefnherbergi I: Innaf forstofu. Gott barnaherbergi
Hol: Tengir saman flest rými hæðar. Innbyggður stór skápur í holi.
Eldhúsið: Innrétting endurnýjuð árið 2021 ásamt því að nýjar flísar lagðar á gólf. Gott skápa og vinnupláss. Ofn í vinnuhæð, spanhelluborð og innbyggð uppþvottavél. Góður borðkrókur. Tveir gluggar sem gefa fallega birtu í rýmið.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu. Opnanlegur gluggi. Fín innrétting með efri og neðri skápum og flísum á milli skápa. Upphengt salerni.
Svefnherbergi II: Rúmgott herbergi með parketi á gólfi og innbyggðum hvítum fataskáp.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með innbyggðum hvítum fataskáp og útgengi út á austur svalir.
Stofur: Tvær samliggjandi afar fallegar og stórar stofur með rennihurð á milli. Stórir gluggar sem gefa fallega birtu í rýmið. Útgengi út á svalir til suðurs sem snúa út í fallegan garð. Fallegar rósettur í loftum og glæsilegur nýlega endurnýjaður franskur gluggi.
Geymsla: Köld geymsla undir stiga sem tilheyrir íbúðinni.
Bílskúr: 35,5fm með inngönguhurð og tveimur gluggum sem vísa út í garð. Heitt og kalt vatn, og rafmagn. Tilvalið að útbúa íbúð til útleigu.
Sameign: Innangegnt er frá forstofu niður stiga sem vísar niður í sameign þar sem að er þvottahús fyrir tvær íbúðir. Hver með sínar vélar.
Garður: Fallegur gróin og sólríkur garður sem hugsað hefur vel um. Alltaf verið í mjög góðri rækt og góðri umhirðu. Nýlega var gróðurmold sett í flest beð.
Helstu framkvæmdir síðastliðinna ára:
2002
*Húsið múrviðgert og öll eignin steinuð.
*Skipt var um allt þakjárn og pappa.
*Skipt um þakrennur og nýjir niðurfalssstammar tengdir frárennslislögn.
*Tröppur upp að anddyri íbúð á1.hæð og efri hæð voru brotnar upp og settar í þær snjóbræðsla og lagt í tröppur.
2011
* Gluggar og tréverk málað ásamt þvi að nokkrir gluggar á íbúðinni hafa verið málaðir eftir 2011.
2015
* Frárennslislagnir undir húsi og fráveitulögn frá húsinu og út í safnæð í götu endurgerðar með glasfiber fóðrun, verkið var unnið að GG lögnum. Einnig var komið upp lóðarbrunni á fráveitulögn inn á lóð hússins til þess að hægt sé að þjónusta hana.
2017
* Þakið var menjað að hluta með tveggja þátta grunni, síðan ein umferð af ryðvarnargrunni yfir allt þakið og málaðar tvær umferðir með þakmálningu. 2019
* Feld voru nokkur stór tré framan við götuna meðfram Úthlíð sem skyggðu orðið mjög á sól inn í garðinn. Í dag er garðurinn opnari og bjartari. Garðurinn hefur alltaf verið í mjög góðri rækt og góðri umhirðu. Nýlega var gróðurmold sett í flest beð.
2019 :
* Gert var við kaldavatnslögn í grunni hússins. Einnig var farið yfir snóbræðslu, varmaskiptir á henni settur í sýruþvott og fyllt á kerfið sem er lokað með frostlegi.
2021:
* Skipt um flísar á forstofu og eldhúsi, Eldhúsinnrétting endurnýjuð, allt parket pússað upp.
2022 :
* Stóri franski gluggi stofunnar endurnýjaður sem og gluggi á austurhlið og nýtt opnanlegt fag á hjónaherbergisglugga. 2024: bílskúrar málaðir.
Glæsileg eign í fallegu og virðulegu húsi. Einstök og eftirsótt staðsetning miðsvæðis í Reykjavík, í rólegu fjölskylduvænu hverfi. Þægileg göngufjarlægð í leik-, grunn- og menntaskóla og háskólarnir í næsta nágrenni. Stutt er í mannlíf og menningu miðborgarinnar, Sundhöllina og útivistarsvæðin á Klambratúni, í Laugardalnum og við Öskjuhlíð. Verslun og þjónustu allt um kring. Miðbær Reykjavíkur og Kringlan í göngufjarlægð. Þá er gott aðgengi út á helstu umferðaræðar borgarinnar og stutt í almenningssamgöngur með strætótengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.