Lýsing
Glæsilegt 309,4 fm einbýlishús á tveimur hæðum, þar af innbyggður 63,4 fm bílskúr við Furuhlíð 7 á Sauðárkróki. Húsið stendur innst í botnlanga á virkilega góðri hornlóð. Húsið er notað sem ein heild en hægt er að loka af neðri hæð hússins og útbúa þar þriggja til fjögurra herbergja íbúð. Alls sjö svefnherbergi eru í húsinu í dag og tvö baðherbergi. Sér þvottahús er inn af eldhúsi og er einnig gert ráð fyrir rúmgóðu þvottahúsi á neðri hæð en er notað sem geymsla. Alrými með stofu og borðstofu er afar bjart með mikilli lofthæð. Innkeyrsla er stór hellulögð með tvöföldum bílskúr og er snjóbræðsla í plani og útitröppum. Ytra byrði húss hefur fengið gott og reglulegt viðhald. Fallegt útsýni er frá húsinu.
Birt stærð aðalhæðar (efri hæð) er 156,4 fm (merkt 0201), neðri hæðar er 89,6 fm (merkt 0102) og bílskúrs 63,4 fm (merkt 0101), alls 309,8 fm skv. skráningu Þjóðskrár Íslands.
Sækja söluyfirlit strax
Nánari lýsing aðalhæðar
Gengið er upp steyptar tröppur að aðalinngangi hússins. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi. Alrými með stofu og borðstofu er stórt og bjart með mikilli lofthæð, parket á gólfi, útgengi á svalir í vestur. Eldhús er með upprunalegri innréttingu með góðu skúffu og skáparými, tengi fyrir uppþvottavél og ísskáp, eldavél með helluborði og gufugleypi yfir. Borðkrókur er fremst í eldhúsi, flísar á gólfi. Þvottahús er inn af eldhúsi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vinnuborði og áföstum hillum, flísar á gólfi.
Herbergjaálma er sunnan megin á aðalhæð með fjórum svefnherbergjum, baðherbergi og sjónvarpsholi. Svefnherbergi 1 er með parketi á gólfi. Baðherbergi hefur verið endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, hvítri baðinrréttingu og góðri sturtu með glerskilrúmi. Svefnherbergi 2 (Hjónaherbergi) er rúmgott með innbyggðum fataskápum, parket á gólfi. Svefnherbergi 3 er með parketi á gólfi. Svefnherbergi 4 er rúmgott með parketi á gólfi. Hol innst á herbegjagangi er nýtt sem sjónvarpshol og er þaðan útgengi á svalir í vestur.
Nánari lýsing neðri hæðar
Stigi liggur niður á neðri hæð. Þar er rúmgóð forstofa með flísum á gólfi. Í fyrsta herberginu var gert ráð fyrir þvottahúsi en hefur verið nýtt sem geymsla, málað gólf. Svefnherbergi 5 er mjög rúmgott, parket á gólfi. Svefnherbergi 6 er mjög rúmgott, parket á gólfi. Svefnherbergi 7 er mjög rúmgott, parket á gólfi. Þessu rými væri hægt að breyta í eldhús en lagnir eru til staðar í vegg. Baðherbergi er með salerni, handlaug og sturtuklefa, flísar á gólfi. Innaf baðherbergi er sauna með bekkjum.
Bílskúr er mjög rúmgóður og snyrtilegur með tveimur bílskúrshurðum, slípuðu gólfi (ómeðhöndluðu) og góðum gluggum sem hleypa inn mikilli birtu.
Garðurinn er snyrtilegur vel hirtur. Umhverfi lóðar og ásýnd hússins er til fyrirmyndar.
Um er að ræða vandað og gott einbýlishús á virikilega góðum stað við Furuhlíð 7 á Sauðárkróki.
Allar nánari upplýsingar veita:
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali
í félagi FF / julius@landmark.is / 823-2600
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali
í félagi FF / monika@landmark.is / 823-2800
Láttu okkur selja fyrir þig. Hafðu samband og við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. LANDMARK fasteignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 79.000 m/vsk.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK fasteignamiðlunar
Panta FRÍTT söluverðmat