Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður J. Tyrfingsson
Haraldur Björnsson
Vista
svg

861

svg

633  Skoðendur

svg

Skráð  8. jan. 2025

fjölbýlishús

Kjarrhólmi 8

200 Kópavogur

64.500.000 kr.

764.218 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2063237

Fasteignamat

56.100.000 kr.

Brunabótamat

44.150.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1973
svg
84,4 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 11. janúar 2025 kl. 14:00 til 14:30

Lýsing

**OPIÐ HÚS laugardaginn 11. janúar frá kl 14:00-14:30**

GARÐATORG EIGNAMIÐLUN kynnir til sölu bjarta, fallega og rúmgóða þriggja herbergja íbúð með suður svölum á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í þessu vinsæla hverfi Kópavogsmegin við Fossvogsdalinn. Íbúðin er staðsett á einstökum stað þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttaiðkun, útivistarsvæði og alla almenna þjónustu.

Mjög fallegt útsýni er úr íbúðinni.


Hér er um að ræða vel skipulagða íbúð með 2 svefnherbergjum, rúmgóðu eldhúsi og baðherbergi, litlu þvottahúsi innan íbúðar og stórum svölum.  Fallegar innréttingar, parket og flísar á gólfum. Íbúðin er töluvert endurnýjuð og má þar nefna eldhús og baðherbergi. Íbúðin er alls skráð 84,4fm að stærð, þar af er geymsla skráð 9,3fm.

 Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Unnur s: 8660507 eða unnur@gardatorg.is

Nánari lýsing: 
Komið er inn í opna forstofu með góðum fataskáp.
Stofa/borðstofa er opin og björt með mjög fallegu útsýni yfir Fossvogsdal og fjallasýn, parket á gólfi.
Eldhús er með snyrtilegri  hvítri innréttingu og góðu skápaplássi, fallegri borðplötu, ofni í vinnuhæð, borðkróki með glugga og fallegu útsýni.  Flísar á gólfi. Opið er úr borðkróki og inn í stofu.
Herbergi I er rúmgott með góðum skápum og parketi á gólfi. Þar er gengið er út á stórar suður svalir.
Herbergi II er með parketi á gólfi og fataskáp. Parket þarfnast lagfæringar.
Baðherbergið er með fallegri hvítri innréttingu og góðu skápaplássi, baðkari, upphengdu salerni, flísum meðfram baðkari og á gólfi.
Gott þvottahús er innan íbúðar þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.
Íbúðin var nær öll máluð fyrir rúmu ári síðan
 
Sameign hússins er snyrtileg. Stigagangur er nýlega málaður, með nýlegu teppi á gólfi og ljósum. Í kjallara er góð sérgeymsla, sameiginleg hjóla- og vagnageymsla sem og þurrkherbergi. Við húsið er sameiginlegur garður með leiktækjum fyrir börn. Einnig eru mörg sameiginleg bílastæði fyrir framan húsið. Þar hafa verið settar upp nokkrar hleðslustöðvar.

***Þetta er falleg og vel staðsett eign sem er þess virði að skoða***

Ath:
Útgefin teikning af íbúðinni er ekki að öllu leyti í samræmi við innra skipulag íbúðarinnar í dag þar sem búið er að opna inn í stofu úr borðkróki í eldhúsi.

Nánari upplýsingar veitir:
Unnur Ýr Jónsdóttir, löggiltur fasteignasali, s: 8660507 eða unnur@gardatorg.is


Vegna mikillar sölu vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Bjóðum upp á frítt og skuldbindingalaust verðmat á eignum. 

GARÐATORG EIGNAMIÐLUN ER STAÐSETT Á LYNGÁSI 11 Í GARÐABÆ.  

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900kr.

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Garðatorg eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
 

Garðatorg eignamiðlun ehf

Garðatorg eignamiðlun ehf

Garðatorg 7, 210 Garðabæ
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. okt. 2023
50.350.000 kr.
26.750.000 kr.
84.4 m²
316.943 kr.
1. mar. 2010
15.750.000 kr.
18.900.000 kr.
75.1 m²
251.664 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Garðatorg eignamiðlun ehf

Garðatorg eignamiðlun ehf

Garðatorg 7, 210 Garðabæ