Lýsing
Virkilega glæsilegur sumarbústaður 125fm. bústaður á skógi vaxinni eignarlóð við Guðjónsgötu 4 í Úthlíð, Bláskógarbyggð.
Bústaðurinn stendur á 7.206 fm eignarlandi sem er skógi vaxið. Stór verönd með skjólveggjum er í kringum húsið.
Nýlegur heitur pottur og útisturta. Hitaveita.
Húsið var byggt árið 1997 en byggt var við húsið árið 2004.
Fallegt útsýni. Hægt er að keyra að húsinu bæði austan- og vestanmegin við húsið.
Bústaðurinn hefur verið í skammtímaleigu undanfarið og hefur það gengið mjög vel.
Bústaðurinn skiptist m.a. í setustofu, eldhús og borðstofu, þrjú rúmgóð svefnherbergi og svefnkrók, tvö baðherbergi, geymslu og forstofu.
Nánari lýsing:
Stofa: Björt setustofa með stórum gluggum. Kamína er í setustofu. Frá setustofu er gengið út á verönd, bæði til vesturs og austurs.
Eldhús og borðstofa: Eru samliggjandi í stóru björtu rými með aukinni lofthæð. Ljós viðarinnrétting er í eldhúsi. Stór eyja með skúffum og hillum. Uppþvottavél. Pláss fyrir stórt borðstofuborð. Gengið er út á verönd til suðurs.
Hjónaherbergi: mjög rúmgott hjónaherbergi með skápum og sér baðherbergi innaf.
Herbergi II: mjög rúmgott herbergi með skápum.
Herbergi III: rúmgott herbergi með skápum.
Auk þess er svefnkrókur.
Baðherbergi (innaf hjónaherbergi): Baðherbergi með sturtu, dúkur á gólfi. Pláss fyrir þvottavél.
Baðherbergi (við hlið borðstofu): Gluggi er á baðherbergi. Nýleg sturta og harðparket á gólfi.
Gólfefni: Harðparket er á gólfum nema á baðherbergjum en þar er dúkur.
Ný hitagrind er í húsinu bæði fyrir heitt og kalt vatn. Nýlegur heitur pottur með pottastýringu. Nýlega búið að yfirfara öll ofnakerfi og lagnir.
Góð staðsetning. Ferðaþjónusta er rekin í Úthlíð, en þar er m.a. veitingastaður og 9 holu golfvöllur. Öryggishlið er á sumarhúsasvæðinu og er bústaðurinn innan þess svæðis.
Einstök eign, sjón er sögu ríkari
Fyrir nánari upplýsingar:
Helgafell fasteignasala - Sími 566 0000
Rúnar Þór Árnason lgf., 775-5805 / runar@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 79.980,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.