Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Elísabet Kvaran
Karólína Íris Jónsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1981
svg
216 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Garður
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur
svg
Bílastæði
svg
Svalir

Lýsing

Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.

Kaupstaður fasteignasala kynnir fallegt og mikið endurnýjað raðhús á þremur hæðum með bílskúr á fjölskylduvænum stað í Seljahverfi. Eignin er skráð 216.2 fm. Búið er að útbúa u.þ.b. 60fm auka íbúð á neðri hæðinni með er sérinngangi og útgengi í góðan garð. Möguleiki á leigutekjum.

Viðhald og framkvæmdir:
Utanhúss:

· Þak endunýjað með öllu, þ.e. járn, borðaklæðning, tjörupappi, ull, rakasperra, sperrur og þakgluggar (2016)

· Þakkantur endurgerður á allri raðhúsalengjunni (2017)

· Grunnlagnir myndaðar og skipt út að hluta (2018)

· Steypustimpluð stétt í garði og skjólveggir settir upp (2019)

· Gler endurnýjað í stofu (2020)

· Öll málning hreinsuð af húsi og húsið filterað og málað aftur (2020)

· Hiti settur í stiga (lokað kerfi) 2023

Innanhúss framkvæmdir unnar á árunum 2017-2020:

· Í beinu framhaldi af þakskiptunum var þriðja hæðin endurnýjuð með öllu, þ.m.t. raflagnir og pípulagnir á þeirri hæð

· Skipt út Tysenol rafmagnstenglum og rofum fyrir venjulega tengla í öllu húsinu

· Skipt um alla ofna í húsinu

· Skipt um allar innréttingar, öll gólfefni og baðherbergi endurnýjuð í öllu húsinu

· Útbúin 2ja herbergja íbúð á neðstu hæð með sérinngangi


Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, eldhús og borðstofu/stofu útgengi á svalir, ásamt rúmgóðu svefnherbergi á miðhæðinni(aðalhæð). Rishæðin er með rúmgóðu svefnherbergi og möguleika á að setja upp annað svefnherbergi þar að auki. Fallegt baðherbergi er á hæðinni. Einnig er gott geymslupláss á rishæðinni undir súð. Auka íbúðin á jarðhæð skiptist í forstofu, baðherbergi, geymslu, svefnherbergi, eldhúsi og stofu í opnu rými með útgengi út í afgirtan garð.

Nánari lýsing:
Miðhæð (aðalhæð):
Forstofa: Rúmgóð, flísalögð með góðum skápum.
Baðherbergi: Inn af forstofu með upphengdu salerni, baðinnréttingu með neðri og efri skáp.og walk in sturtu. Flísalagt í hólf og gólf.
Herbergi: Inn af holi er rúmgott herbergi með skápum, Flísar á gólfum.
Eldhús/borðstofa: Stórt, opið eldhús með fallegri hvítri innréttingu. Ofn í vinnuhæð, helluborð og háfur. Flísar á gólfum.
Þvottahús: Flísalagt með hvítri innréttingu og þvottavél og þurrkari í vinnuhæð.
Stofur: Stór stofa með útgengi á suðvestur svalir. Flísar á gólfum.
Hol: Rúmgott hol þar sem teppalagðir stigar liggja upp í ris og niður á neðri hæð. Búið er að loka neðri stiganum á jarðhæðinni þegar aukaíbúðinn var sett upp. Einfalt er að opna aftur á milli hæðana ef vilji er fyrir því.

Rishæð:
Teppalagður stigi liggur frá aðalhæð upp í ris. Svefnherbergi: Rúmgott herbergi með góðu skápaplássi og þakglugga. Parket er á gólfi.
Hol: Rúmgott hol með þakgluggum. Gert er ráð fyrir að hægt sé að útbúa annað herbergi með þakglugga í hluta af holi sem væri um 9,5 m2 að gólffleti. Parket á gólfi.
Baðherbergi: fallegt og rúmgott með baðkari hvítri innréttingu og þakglugga. Flísar á gólfi og hluta veggja.
Salerni: Með upphengdu salerni hvítri innréttingu með neðri skáp og handlaug. Flísar eru á gólfi og hluta veggja.
Góðar geymslur eru undir súð sem ekki eru í fermetratölu

Jarðhæð: Auka Íbúð með sérinngangi.
Forstofa: Flísar á gólfi og fatahengi.
Baðherbergi: Afar smekklegt baðherbergi með sturtu, upphengdu salerni, og innréttingu með efri og neðri skáp. Flísalagt í hólf og gólf.
Eldhús/stofa: Með fallegri hvítri innréttingu og útgengi út í afgirtan garð.
Svefnherbergi : Flísar á gólfi og góður fataskápur.
Geymsla: Undir stiga


Bílskúr: 23fm bílskúr. Ekki er innangengt en hurð er við hlið inngangs á jarðhæð. Hiti, rafmagn og vatn.

Spennandi fjölskylduhús í rólegum botnlanga þar sem stutt er í alla helstu þjónustu sem og skóla, leikskóla og íþróttaiðkun.

Fyrirvarar

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.

Kaupstaður fasteignasala

Kaupstaður fasteignasala

Borgartúni 29, 105 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
7. okt. 2014
37.300.000 kr.
41.000.000 kr.
216.2 m²
189.639 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Kaupstaður fasteignasala

Kaupstaður fasteignasala

Borgartúni 29, 105 Reykjavík